Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 19

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 10. júní, var haldinn 19. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Guðni Ársæll Indriðason, Sigríður Pétursdóttir, Rannveig Ernudóttir, Marta Guðjónsdóttir, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 19. maí 2021 vegna kosningar í íbúaráð Kjalarness. Á fundi borgarstjórnar þann 18. maí 2021 var samþykkt að Rannveig Ernudóttir tæki sæti í íbúaráði Kjalarness í stað Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur. 

  2. Fram fer umræða um tillögu um minnisvarða um brostin loforð og hundagerði sem samþykkt var í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. 
    Samþykkt að fela fulltrúa foreldrafélaga og fulltrúa íbúasamtaka að hafa samband við hugmyndahöfund tillögu um minnisvarða um brostin loforð, afli upplýsinga og komi á framfæri við umhverfis- og skipulagssvið. Einnig samþykkt að fela áðurnefndum íbúaráðsfulltrúum að koma á  framfæri hugmyndum að útfærslu á hugmynd um  hundagerði.

    Bragi Bergsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Erindi umhverfis- og skipulagssvið dags. 3. júní 2021 um staðsetningar strætóstöðva á Kjalarnesi í tengslum við breytingar á leiðakerfi Strætó. 
    Samþykkt að fela formanni, varaformanni og varafulltrúa Vinstri grænna að vinna umsögn, leggja undir ráðið og koma á framfæri við skrifstofu samgöngustjóra fyrir 20. júní. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. maí 2021 vegna auglýsingar á tillögu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Vesturlandsvegur, Kjalarnes  Árvellir, Kjalarnes Hof, Kjalarnes Saltvík, Kjalarnes Vallá, Kjalarnes Skrauthólar, Kjalarnes Sætún 1 og  Kollagrund 2 Klébergsskóli. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 2. júní 2021 vegna skipulagslýsingar fyrir Presthús á Kjalarnesi, ásamt erindi íbúa dags. 10. júní 2021 vegna Presthúsa.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi íbúa dags. 10. júní 2021 vegna Presthúsa. 
    Samþykkt að vísa til umsagnar borgarlögmanns og sent umhverfis- og skipulagssviði til upplýsingar. 

  7. Fram fer umræða um erindi íbúa á Kjalarnesi dags. 8. október 2020 um ljósleiðaramál á Kjalarnesi. 

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Samkvæmt upplýsingum íbúaráðs Kjalarness sem vísaði erindinu til borgarráðs sem aftur vísaði erindinu  til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs í október 2020, hefur svar ekki enn borist. Íbúaráð Kjalarness harmar það að umsögn hafi ekki enn borist og því ítrekar íbúaráðið nauðsyn þess að umsögn berist sem fyrst og íbúar upplýstir. Einnig er skýringa óskað á því hversu lengi hefur tekið fyrir íbúa að fá svör. 

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um erindi íbúa í hverfinu dags. 19. apríl 2021, vegna eftirmála íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.
    Fram fer umræða um erindi íbúa vegna athugasemda við úrvinnslu fundargerða. 

Fundi slitið klukkan 18:32

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1006.pdf