Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 17

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, miðvikudaginn 12. maí, var haldinn 17. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.06. Viðstödd var Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Olga Þorsteinsdóttir og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sátu einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. maí 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

  2. Lögð fram tilnefning Foreldrafélags Kjalarness í íbúaráð Kjalarness. Olga Þorsteinsdóttir verður aðalfulltrúi foreldrafélaga í ráðinu í stað Björgvins Þórs Þorsteinssonar sem tekur sæti varamanns. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ritun fundargerða og fyrirspurnir íbúa, sbr. 10. liður fundargerðar íbúaráðs Kjalarness frá 8. október 2020. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. mars 2021.

    Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks:

    Íbúaráð Kjalarness leggur til að tillögunni verði vísað til skrifstofustjóra borgarstjórnar til frekari úrvinnslu og tillögugerðar.

    Samþykkt.

    Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á fyrirkomulagi kosninga í borgarhlutanum. 

    Helga Björk Laxdal tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  5. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021- drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillögur að staðsetningu kjarnastöðva.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Vinstri grænna í íbúaráði Kjalarness sbr. 8. liður fundargerðar íbúaráðs Kjalarness frá 11. mars 2021. Jafnframt lögð fram umsögn Íbúasamtaka Kjalarness dags. 26. apríl 2021.

    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 19. apríl 2021, vegna eftirmála íbúalýðræðisverkefnisins Hverfið mitt.

    Samþykkt að senda tillögu 1 um tjörn við róló/leikvöll til upplýsingar til umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf eignaskrifstofu dags. 23. apríl 2021 vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Jafnframt lögð fram drög að tillögum ráðsins vegna fjárfestingar- og viðhaldsáætlunar. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. maí 2021 vegna auglýsingu á tillögu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Vesturlandsvegur, Kjalarnes Árvellir, Kjalarnes Hof, Kjalarnes Saltvík, Kjalarnes Vallá, Kjalarnes Skrauthólar, Kjalarnes Sætún 1 og Kollagrund 2 Klébergsskóli.

    Frestað.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um málefni Kjalarness

  11. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.

    Samþykkt að veita UMFK styrk að upphæð kr. 150.000-, vegna verkefnisins Félagsvist.

    Samþykkt að veita UMFK styrk að upphæð kr. 500.000-, vegna verkefnisins Hreinsun fjörunnar á Kjalarnesi.

    Samþykkt að veita Ungmennafélagi Kjalnesinga styrk að upphæð kr. 480.000-, vegna verkefnisins Kjalarnesdaga.

    Samþykkt að veita Önnu Lyck Filbert styrk að upphæð kr. 20.000-, vegna verkefnisins Sumarblóm við Klébergslaug.

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

  12. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Ungmennafélagi Kjalnesinga styrk að upphæð kr. 470.000-, vegna verkefnisins Kjalarnesdaga.

Fundi slitið klukkan 18:46

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1105.pdf