Íbúaráð Kjalarness
Ár 2021, fimmtudaginn 8. apríl, var haldinn 16. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.00. Viðstödd var Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á áformum Íslenska Gámafélagsins á Kalksléttu 1.
Birgir Kristjánsson og Jón Þórir Frantzson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tillögu Heilbrigðiseftirlitsins Reykjavíkur að starfsleyfi fyrir Íslenska Gámafélagið að Kalksléttu 1 vegna nýrrar starfsemi.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarness átelur vinnubrögð t.d. vegna auglýsts starfsleyfis fyrir Íslenska Gámafélagið. Engin kynning hefur farið fram gagnvart íbúum og öðrum rekstraraðilum á svæðinu vegna þessarar mögulegrar mengandi starfsemi tímanlega til að auka samtal og upplýsingaflæði milli starfsleyfishafa annarsvegar og íbúa og annara fyrirtækja hinsvegar.
Fylgigögn
- Tillaga Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar að starfsleyfi fyrir Íslenska Gámafélagið að Kalksléttu 1 vegna nýrrar starfsemi.
- Almenn starfsleyfisskilyrði heilbrigðisnefndar Reykjavíkur fyrir mengandi starfsemi
- Starfsleyfisskilyrði fyrir flutning á spilliefnum
- Starfsleyfisskilyrði fyrir flutning á úrgangi öðrum en spilliefnum
- Umsókn Íslenska Gámafélagsins um starfsleyfi
-
Fram fer umræða um styrkjapottinn Borgin okkar 2021- hverfin.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. mars 2021 með umsögn um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ritun fundargerða.
Starfsmanni íbúaráða falið að afla frekari skýringa á umræddri umsögn og leggja fram á næsta fundi. -
Fram fer umræða um málefni Kjalarness.
Fundi slitið klukkan 18:25
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_0804.pdf