Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 16

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 8. apríl, var haldinn 16. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.00. Viðstödd var Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á áformum Íslenska Gámafélagsins á Kalksléttu 1. 

    Birgir Kristjánsson og Jón Þórir Frantzson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um tillögu Heilbrigðiseftirlitsins Reykjavíkur að starfsleyfi fyrir Íslenska Gámafélagið að Kalksléttu 1 vegna nýrrar starfsemi.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Kjalarness átelur vinnubrögð t.d. vegna auglýsts starfsleyfis fyrir Íslenska Gámafélagið. Engin kynning hefur farið fram gagnvart íbúum og öðrum rekstraraðilum á svæðinu vegna þessarar mögulegrar mengandi starfsemi tímanlega til að auka samtal og upplýsingaflæði milli starfsleyfishafa annarsvegar og íbúa og annara fyrirtækja hinsvegar.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um styrkjapottinn Borgin okkar 2021- hverfin. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 22. mars 2021 með umsögn um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um ritun fundargerða. 

    Starfsmanni íbúaráða falið að afla frekari skýringa á umræddri umsögn og leggja fram á næsta fundi. 

  5. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

Fundi slitið klukkan 18:25

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_0804.pdf