Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 14

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 11. mars, var haldinn 14. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.04. Viðstödd var Sigrún Jóhannsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Marta Guðjónsdóttir, Ólafur Þór Zoega og Rósmundur Sævarsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf ódags. vegna slembivals í íbúaráð Kjalarness. Jón Arnar Halldórsson tekur sæti sem slembivalinn varamaður í íbúaráði Kjalarness. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi Björgunarsveitarinnar Kjalar dags. 1, mars 2020 um athugasemdir við rýmingaráætlun almannavarna. 

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Kjalarness harmar það að Kjalarnes hafi gleymst í rýmingaráætlun almannavarna. Þá vekur athygli þegar kort af stofnbrautum er skoðað í rýmingaráætluninni er Sundabraut sýnd með, sem ekki er ennþá kominn, og merkt inn sem raunveruleg flóttaleið. Íbúaráðið minnir á að Kjalarnesið er hluti af Reykjavík og höfuðborgarsvæðisins og hefur því miður gleymst allt of oft þegar fjallað er um málefni sem snerta íbúa Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um grasslátt, snjómokstur og hreinsun gatna í borgarhlutanum auk yfirferðar með borgarvefsjá.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Kjalarness óskar eftir að upplýsingar um hreinsun gatna og stíga á Kjalarnesi verði sett inn á borgarvefsjá líkt og í öðrum hverfum borgarinnar.

    -    17:13 tekur Sigurborg Ósk Haraldsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. febrúar 2021 í borgarráði um Borgina okkar 2021, þar sem gert er ráð fyrir 30 milljón kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfunum sem íbúaráð úthluta.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi stýrihóps um aðgengisstefnu dags. 3. mars 2021 vegna vinnu við aðgengisstefnu og opnun samráðsvettvangs á betrireykjavik.is.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 3. mars 2021, við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness um framgang verkefna í skýrslu starfshóps íbúaráðs Kjalarness við fjárhagsáætlunargerð sbr. 14. liður fundargerðar ráðsins frá 14. janúar 2021.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Vinstri grænna dags. 11. mars 2021: 

    Íbúaráð Kjalarness leggur til að skýrslu starfshóps íbúaráðs Kjalarness um úrlausn umbótaverkefna á Kjalarnesi verði vísað til meðferðar fagsviða borgarinnar. Óskað er eftir að fagsviðin veiti verkefnum fjármagn í yfirstandandi og komandi fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2022 í eftirtalin verkefni: 
    Umhverfis- og skipulagssvið:
    Verkefni 1: 13.000.000 kr. í gerð ofanflóða hættumats gagnvart mannvirkjagerð og í framhaldi unnið að áhættumati útivistarsvæða á Kjalarnesi og vöktunaráætlun vegna snjóflóða- og skriðufallahættu. 
    Verkefni 8: 100.000 kr. í sebrabraut til kennslu fyrir yngstu nemendur Klébergsskóla og leikskóla við aðkeyrslu að íþróttahúsi. 
    Verkefni 13: 25.000.000 kr. í Skólahreystibraut við íþróttahúsið. Vakin er athygli á því að útgáfa af þessari hugmynd gæti komið til framkvæmdar í tengslum við kosningar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt. Sú ákvörðun mun liggja fyrir í nóvember 2021.
    Verkefni 16: 3.500.000 -4.500.000 í merkingu sögustaða á 3-5 árum. Hugsanlegt samstarfs umhverfis- og skipulagssviðs og menningar- og ferðamálasviðs. 
    Verkefni 17: 80.000.000-95.000.000 kr í varðveislu og verndun Arnarhamars- og Kollafjarðarrétt og tenging og uppbygging vegna útivistar. Hugsanlegt samstarfs umhverfis- og skipulagssviðs og menningar- og ferðamálasviðs. 
    Verkefni 22: 6.000.000 kr í kortlagningu stígakerfis, útfærsla og samstarf við Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógræktarfélag Kjalarness. 
    Verkefni 23-24: 3.000.000 – 4.000.000 kr í fyrsta áfanga skógræktaráætlunar. 
    Velferðarsvið: 
    Verkefni 20: 3.300.000 kr vegna útfærslu Miðgarðs á félagsstarfi eldri borgara á Kjalarnesi, skipulagning námskeiða og sætaferðir fyrir eldri borgara á milli Fólkvangs á Kjalarnesi og Grafarvogs.
    Menningar- og ferðamálasvið:
    Verkefni 16: 3.500.000 -4.500.000 kr í merkingu sögustaða á 3-5 árum. Hugsanlegt samstarfs umhverfis- og skipulagssviðs og menningar- og ferðamálasviðs. 
    Verkefni 17: 80.000.000-95.000.000 kr í varðveislu og verndun Arnarhamars- og Kollafjarðarrétt og tenging og uppbygging vegna útivistar. Hugsanlegt samstarfs umhverfis- og skipulagssviðs og menningar- og ferðamálasviðs. 
    Verkefni 32: 1.000.000 kr í skipulagningu, aðstoð við undirbúning og fjármögnun Kjalarnesdagsins. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Vísað til umsagnar Íbúasamtaka Kjalarness.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021 vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínu og tillögu að staðsetningu kjarnastöðva. 

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 11. febrúar 2021 vegna auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi fyrir Kjalarnes, Nesvík. 

  11. Fram fer kynning á starfsemi Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi. 

    Adam Benedikt Finnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram umsögn íbúaráðs Kjalarness dags. 11. mars 2021, um tillögu að starfsleyfisskilyrðum fyrir Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis, fyrir skotvöll í Álfsnesi. 
    Samþykkt

    Fylgigögn

  13. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Kjalarness dags. 11. mars: 

    Íbúaráð Kjalarness leggur til við borgarráð að gerð verði úttekt á heimreiðum í dreifbýli á Kjalarnesi og gerðar úrbætur þar sem þörf er á slíku. 

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt og vísað til borgarráðs. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:59

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1103.pdf