Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 12

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2021, fimmtudaginn 14. janúar, var haldinn 12. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sigrún Jóhannsdóttir, Eldey Huld Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Björgvin Þór Þorsteinsson og Rósmundur Örn Sævarsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á tilraunaverkefni um snjalllausnir.

    Kristinn Hauksson, Ólafur Zoega, Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Guðlaug Kristjánsdóttir og Bjarni Sighvatsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  2. Fram fer umræða um íbúalýðræðisverkefnið Hverfið mitt og hugmyndasöfnun sem lýkur 20. janúar.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi íbúa á Kjalarnesi dags. 18. desember 2020 um hugmyndir að uppbyggingarverkefnum á Kjalarnesi.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Kjalarness tekur undir mikilvægi þess að þjónusta Strætó bs mæti þörfum allra íbúa sem best og að á því verði fundnar lausnir. Íbúaráðið vill vekja athygli stjórnar Strætó bs á  neðangreindu erindi frá íbúa þess efnis og óskar eftir að það verði tekið til meðferðar. Erindi Maríu Theódórsdóttur dags. 18. desember 2020 til íbúaráðs Kjalarness um hugmyndir að uppbyggingarverkefnum á Kjalarnesi: „Er hægt að fá þjónustu í takt við Pant, sérþjónustu Strætó bs fyrir hreyfihamlaða, fyrir barnafólk? Einhvers konar sérútbúinn strumpastrætó (Barnavagninn) sem væri með reglulegar ferðir, eða pöntunarkerfi líkt og með leið 29 (Grundarhverfi-Mosfellsbær) sem myndi koma til móts við fjölskyldufólk með ungbarnakerrur, barnavagna, ung börn í bílstólum? Slík þjónusta myndi auka aðdráttarafl hverfisins og stórbæta þjónustu við íbúa þess. Hverfið líður fyrir það að leið 57 í kerfi Strætó eru langferðabílar/rútur sem eru ekki með aðgengi fyrir barnavagna né barnabílstóla.“

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

  5. Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Kjalarness óskar upplýsinga um hvaða verkefni sem sett voru fram í skýrslu starfshóps íbúaráðs um úrlausn umbótaverkefna, hafi ratað í fjárhagsáætlun? Íbúaráð Kjalarness vísaði skýrslu starfshópsins til borgarráðs í október og nóvember síðastliðinn, sem í kjölfarið vísaði málinu til meðferðar fjármála- og áhættustýringarsviðs við vinnslu fjárhagsáætlunar með embættisafgreiðslum.

Fundi slitið klukkan 18:30

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1401.pdf