Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 11

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2020, fimmtudaginn 10. desember, var haldinn 11. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.49. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sigrún Jóhannsdóttir, Sigríður Pétursdóttir, Ólafur Kr. Guðmundsson, Guðni Ársæll Indriðason, Björgvin Þór Þorsteinsson og Rósmundur Örn Sævarsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Íbúasamtökum Kjalarness rekstrarstyrk að upphæð kr. 100.000,-.
    Samþykkt að veita Björgunarsveitinni Kili styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna Óveðursbúnaðar. 
    Samþykkt að veita UMFK styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna Klukku í sundlaug. 

    -    Kl. 16.49. Guðni Ársæll Indriðason víkur af fundi. 
    -    Kl. 16.51 Guðni Ársæll Indriðason tekur sæti á fundi. 
    -    Kl. 16:51 Rósmundur Örn Sævarsson víkur af fundi. 
    -    Kl. 16:55 Rósmundur Örn Sævarsson tekur sæti á fundi. 
    -    Kl. 16:55 Björgvin Þór Þorsteinsson víkur af fundu. 
    -    Kl. 16:58 Björgvin Þór Þorsteinsson tekur sæti á fundi. 

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr hverfissjóði. Þessi liður fundarins var lokaður. 
    a) Sögufélagið Steini – Útialtari Esjubergi

  3. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr Sumarborg 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður. 
    a) Foreldrafélagið Álfasteinn – Sýning Leikhópsins Lottu.
    b) Foreldrafélagið Álfasteinn – Krakkahestar á Sumarhátíð.

  4. Fram fer kynning á starfsemi mennta-, íþrótta- og tómstundastofnana á Kjalarnesi.

    Sigrún Anna Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  5. Fram fer umræða um íbúafund um skýrslu starfshóps íbúaráðs Kjalarness um úrlausn umbótaverkefna.

    Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Kjalarness leggur til að Veitur kortleggi hvaða fasteignir eru án hitaveitu á Kjalarnesi og áætlaða orkuþörf þeirra einnig að draga upp mögulega tímaáætlun fyrir tengingu þeirra fasteigna þar sem viðunandi lausn fæst hvað varðar hitastig neysluvatns. Íbúaráð Kjalarness óskar þess að fulltrúar frá þjónustu- og nýsköpunarsviði komi á fund ráðsins í febrúar og ræði möguleika snjalllausna/hugmynda á Kjalarnesi. Fulltrúum Skógræktarfélagsins og Sögufélagsins verði boðið sérstaklega að hlýða á fundinn með tilliti til verkefna þeirra í skýrslunni “Þróun þjónustu á Kjalarnesi og framtíðarsýn íbúa”.

    -    KL. 17:46 Sigríður Pétursdóttir víkur af fundi.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. nóvember 2020 um framlengingu tilraunaverkefnis um ný íbúaráð.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni Kjalarness.

  8. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 23. nóvember 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness, sbr. 8. liður fundargerðar ráðsins 19. nóvember.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:19

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1012.pdf