No translated content text
Íbúaráð Kjalarness
Ár 2020, fimmtudaginn 19. nóvember, var haldinn 10. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 17.05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Sigrún Jóhannsdóttir, Eldey Huld Jónsdóttir, Marta Guðjónsdóttir, Guðni Ársæll Indriðason og Rósmundur Örn Sævarsson. Fundinn sat einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. nóvember 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 3. nóvember 2020 á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum.
Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla starfshóps íbúaráðs Kjalarness dags. 12. nóvember 2020 um úrlausn umbótaverkefna á Kjalarnesi (seinni hluti).
Vísað til borgarráðs til kynningar.Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarness leggur til að gengið verði til samninga við Veðurstofuna eða boðin út gerð ofanflóða-hættumats gagnvart mannvirkjagerð og að sú vinna fari fram 2021. Í framhaldi af því verði unnið áhættumat útivistarsvæða á Kjalarnesi og vöktunaráætlun vegna snjóflóða- og skriðufallahættu. Það er niðurstaða sérfræðinga Skipulagsstofnunar og lögfræðinga USK að hverfisskipulagið eins og það er skilgreint í skipulagslögum og skipulagsreglugerð nái fyrst og fremst til Grundarhverfis og næsta nágrennis sbr. skilgreiningu í aðalskipulagi. Vinna við samráð og stefnumótun þarf hinsvegar að ná til alls borgarhlutans sem síðar gæti nýst við endurskoðun deiliskipulags utan Grundarhverfis og við endurskoðun stefnu í aðalskipulagi. Íbúaráð Kjalarness ítrekar bókun sína frá 14 maí 2020 um gerð könnunarskurða vegna hugsanlegra minja í lóðum. Íbúaráð Kjalarness leggur til að núverandi lóðir við Hofsbraut verði settar í deiliskipulagsferli sem fyrst. Lögð verði áhersla á vistvæna byggð fyrir barnafjölskyldur sem vilja búa í nálægð við náttúruna. Að atvinnuhúsalóðunum við Norðurgrund verði breytt sem fyrst í íbúðahúsalóðir, og húsin vísi inn í hverfið með skjólmön norðan við. Og í stað atvinnuhúsalóða við Norðurgrund verði skipulagt nýtt atvinnuhúsasvæði norðan Brautarholtsvegar ásamt íbúðahúsasvæði við gerð væntanlegs hverfisskipulags. Íbúaráð Kjalarness leggur til að gengið verði til samninga við Skógræktarfélag Kjalarness og Reykjavíkur um gerð skógræktaráætlunar fyrir Kjalarnesið frá Kiðafellsá og austur fyrir Skálafell og kortlagningu göngustíga ásamt framkvæmdaáætlun. Íbúaráð Kjalarness hyggst efna til íbúafundar um efni skýrslunnar á næstunni.
Reynir Kristjánsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- 17.17. Björgvin Þór Þorsteinsson tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. október 2020 – drög að tillögum að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarnes harmar það að á kynningarfundi Reykjavíkurborgar um breytingar á aðalskipulagi 18. nóvember sl. var hvergi hægt að sjá Kjalarnes á kortum né minnst á skipulag þar. Minnt er á að Kjalarnesið er hluti af Reykjavík og því óásættanlegt í ljósi þess og með tilliti til skipulagslaga að það sé ekki tekið með þegar fjallað er um skipulagsbreytingar. Kjalarnesið er auk þess hluti af samgöngukerfi borgarinnar og tilkoma Sundabrautar hefur mikla þýðingu fyrir Kjalarnesið. Þá harmar íbúaráðið að skv. Aðalskipulagsbreytingu nær græni trefillinn ekki lengur á Kjalarnes skv. bls. 44 í fylgiskjali nefnt landnotkun og byggingasvæði. Óskað er svara umhverfis- og skipulagssviðs um ástæður þess hvers vegna ekki sé fjallað um Kjalarnes í núverandi vinnu við breytingar á aðalskipulagi.
- Kl. 19.11 víkur Rósmundur Sævarsson af fundi.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins dags. 14. október 2020 um tillögu að hámarkshraðaáætlun í borgarhlutanum.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lagt fram erindi íbúa dags. 19. nóvember um skipulagsmál og umgengni á Esjumelum
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Kjalarness óskar eftir að fulltrúar frá umhverfis- og skipulagssviði og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur komi inn á fund ráðsins í janúar til að ræða umgengni og skipulagsmál á Esjumelum.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa á Kjalarnesi dags. 19. nóvember 2020 um upplýsingaflæði til íbúa vegna skýrslu starfshóps íbúaráðs Kjalarness.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráðs Kjalarness:
Íbúaráð Kjalarness óskar svara frá HER um niðurstöður athugana vegna blý- og hávaðamengunar vegna skotsvæðanna við Kollafjörð sem fram áttu að fara á liðnu sumri.
Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Fundi slitið klukkan 19:44
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_kjalarness_1911.pdf