Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2019, miðvikudaginn. 11. desember, var haldinn 1. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði Breiðagerðisskóla og hófst kl. 16.04. Fundinn sátu Dóra Magnúsdóttir, Gunnar Alexander Ólafsson, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Bylgja Hrönn Björnsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigtryggur Jónsson.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. september 2019, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 3. september var samþykkt Dóra Magnúsdóttir, Þorsteinn V. Einarsson og Vigdís Hauksdóttir taki sæti í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis og að Kristín Erna Arnardóttir, Gunnar Alexander Ólafsson og Sólveig Bjarney Daníelsdóttir. Jafnframt var samþykkt að Dóra Magnúsdóttir verði formaður ráðsins.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tilnefningar íbúasamtaka dags. 24. september 2019 og foreldrafélaga dags. 2. október 2019. Fyrir hönd íbúasamtaka er Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir aðalmaður og varamaður Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Bylgja Hrönn Björnsdóttir og varamaður Valgerður S. Pálsdóttir
Fylgigögn
-
Lögð fram bréf um val á slembivöldum fulltrúum í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis. Aðalfulltrúi slembivalinna er Hilmar Jónsson og varafulltrúi slembivalinna er Ingvar Jónsson.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um kjör varaformanns ráðsins.
Frestað. -
Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní 2019, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 18. júní á 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. júní 2019, samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð með tillögum hópsins, dags. 24. apríl 2019, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 7. maí 2019.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins.
Frestað. -
Fram fer kynning á innleiðingu íbúaráða.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, Örn Þórðarson og Daníel Örn Arnarsson frá stýrihópi um innleiðingu íbúaráða taka sæti á fundinum undir þessum lið
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. ágúst 2019, þar sem breytingar á úthlutunarreglum hverfissjóðs er vísað til umsagnar hverfisráða, sbr. 5. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs frá 12. september.
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi umsögn:
Íbúaráð Háaleitis og Bústaða lýsir yfir almennri ánægju með þær breytingar sem koma fram í úthlutunarreglum Hverfissjóðs borgarinnar og þeirri viðleitni borgarinnar að stuðla að sem fjölbreyttustu nýtingu styrktarfjársins innan hverfanna. Vonandi verður það hvatning fyrir íbúa borgarinnar sækja um styrki til að auðga nærsamfélagið sitt með margvíslegum verkefnum
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita verkefninu Fyrirmyndarvinskapur í Fossvogi styrk að upphæð kr. 75.000 ,-
Fylgigögn
-
Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í forvarnarsjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Samþykkt að veita Hollvinir Hæðargarðs styrkt að upphæð kr.200.000,- vegna eflingu félagsauðs - vorferð.
Samþykkt að veita Hollvinum Hæðargarðs styrk að upphæð kr.100.000,- vegna kvikmyndahóps.Afgreiðslu annarra umsókna frestað eða hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 18:36
Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haleitis-_og_bustadahverfis_11.12.19.pdf