Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 8

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2020, fimmtudaginn, 27. ágúst, var haldinn 8. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.37. Fundinn sátu Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann og Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Bylgja Hrönn Björnsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Unnur Halldórsdóttur sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 13. ágúst 2020, um samþykkt borgarráðs á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis og umræður um samstarf við íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis. 

    -    Kl. 16.43. Vigdís Hauksdóttir tekur sæti á fundinum.

  3. Fram fer kynning á skýrslu um þjónustu stofnana í hverfinu við innflytjendur og flóttafólk.

    Kristín Olga Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram athugasemdir íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 2. júlí 2020 vegna draga að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi skilgreiningu nýrra reita fyrir íbúabyggð. 

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú á að fara aftur í auglýsingu á lóðinni á Furugerði 23 vegna mistaka hjá Reykjavíkurborg. Það eru frábærar fréttir fyrir þá aðila sem eru mótfallnir skipulaginu og þarf að byrja allt ferlið upp á nýtt. Íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna þessa máls. Íbúar eru hræddir um skemmdir á húsum sínum þegar farið verður að sprengja fyrir bílakjallara því grunnt er niður á klöpp. Einnig hafa íbúar miklar áhyggjur af skorti á bílastæðum því nú þegar er takmarkað magn bílastæða og einnig eru áhyggjur af hljóðvist. Íbúaráðið bendir á fleiri þætti s.s að takmarkað pláss er fyrir gangstéttir og þröngt verði um bíla. Aðal áhyggjur íbúaráðsins eru þó þær að byggingamagnið á reitnum er allt of mikið og stendur til að margfalda það miðað við fyrirliggjandi aðalskipulag. Íbúaráðið bendir á að „í B-hluta aðalskipulags 2010-2030 kemur fram um þennan reit: „ÍB33 Gerði-vestur. Svæðið er að mestu fullbyggt og fastmótað. Möguleiki er á lítilsháttar þéttingu íbúðarbyggðar (4-6 íbúðir) við Furugerði, næst Bústaðavegi (Gróðrarstöðin Grænahlíð).“ Núverandi aðalskipulag gerir ráð fyrir 4-6 íbúðum, en í breytingartillögun er því haldið fram að heimild sé fyrir 49 íbúðum og að stefnt sé að byggingu 32 íbúða.“ Þessi tillaga kemur algjörlega aftan að íbúum á þessu svæði og er ekki til fyrirmyndar fyrir Reykjavíkurborg.

    Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Vinstri grænna, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ofangreindir fulltrúar íbúaráðsins vilja árétta að hlutverk ráðsins vegna auglýsingar á Furugerði 23 var að hlusta á og taka við áhyggjum íbúa og miðla til skipulagsyfirvalda borgarinnar. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um aðstöðu hjólandi og gangandi í Vegmúla.

  6. Fram fer umræða um aðdraganda samræmdra prófa í 7. bekk í Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla í ljósi seinkunar á skólasetningu. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Vegna Covid-smits í starfsmannahópi Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla tefst skólasetning um tvær vikur og verður 7.september nk. Fyrirlagning samræmdra prófa í 7.bekk er 24. og 25. september og í 4. bekk viku síðar og hafa nemendur sjálfir verið beðnir að sinna undirbúningi fyrir prófin. Nemendur og foreldrar þeirra eru afar misvel í stakk búnir að sinna slíkum undirbúningi og því ljóst að þessar aðstæður eru kvíðavaldandi fyrir bæði börn og foreldra. Að auki eru líkur á þessar aðstæður hafi bein áhrif á niðurstöðu samræmdra prófa hjá þeim börnum sem ekki geta leitað til foreldra eða annarra aðstandenda. Íbúaráð Háaleitis og Bústaða beinir því til skóla- og frístundasviðs að finna leiðir með Menntamálastofnun til að bæta nemendum þessara skóla upp þessa seinkun á skólastarfi t.d. með seinkun samræmdra prófa, undirbúningshelgum eða öðrum hætti.

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  8. Fram fer afgreiðsla umsókna í hverfissjóð. 

    Umsókn hafnað. 

    -    Kl. 18.20. Vigdís Hauksdóttir víkur af fundi.

    Fylgigögn

  9. Fram fer afgreiðsla umsókna vegna Sumarborgar 2020 – hverfin.

    Umsókn hafnað.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:43

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_2708.pdf