Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 7

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2020, fimmtudaginn, 25. júní, var haldinn 7. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var opin, haldin í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og hófst kl. 16.06. Fundinn sátu Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir og Bylgja Hrönn Björnsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð sem og Unnur Halldórsdóttir. Aðrir gestir voru fimm. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Háaleitis- og Bústaða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram ábendingar vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar. 

    -    16.14 Vigdís Hauksdóttir tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2020 um drög að tillögu á breytingu á aðalskipulagi, í tillögunni er m.a. skerpt á heimildum er varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2020 varðandi drög að tillögu á breytingu á aðalskipulagi, sem varðar m.a. skilgreiningu vegna nýrra reita fyrir íbúðarbyggð.

    Formanni og varaformanni falið að taka við athugasemdum íbúa og koma umsögn ráðsins á framfæri við skipulags- og samgönguráð hið fyrsta.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi íbúa dags. 8. júní 2020 um gönguljós á gatnamótum Kringlumýrar og Miklubrautar.

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða tekur undir með íbúa sem kvartar yfir að grænt ljós logi of stutt fyrir gangandi og hjólandi á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar enda algengt að akandi beygi yfir á gulu (inn á Miklubraut af Kringlumýrarbraut til vesturs)  en þá er komið grænt fyrir gangandi. Bílar aka þarna á miklum hraða. Auk þess eru þetta fjölfarin gatnamót enda margir skólar og tómstundastarf í grenndinni. Ráðið óskar eftir að þetta ástand verði lagað hið fyrsta og að hagur gangandi og hjólandi verði settur í öndvegi. Ráðið undirstrikar bókun í 8. lið fundargerðar 6. fundar ráðsins frá 28. maí: “Í ljósi ofangreindra þátta fer íbúaráð Háaleitis og Bústaða fram á að leitað verði leiða til að lengja þann tíma sem græni karlinn logar á umræddum gatnamótum og að tímalengd gönguljósa í hverfunum verði tekin út með ofangreinda þætti í huga.“

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 8. júní 2020 um gönguleiðir yfir Kringlumýrarbraut milli Miklubrautar og Háaleitisbrautar.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 18:03

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_2506.pdf