Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 6

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2020, fimmtudaginn, 16. júní, var haldinn 6. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var opin, haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.16. Fundinn sátu Dóra Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Bylgja Hrönn Björnsdóttir og Jón Ingvarsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. júní 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita  verkefninu Útiþrek styrk að upphæð kr. 132.000,-. 

    Samþykkt að veita verkefninu SumarYogaPopUp styrk að upphæð kr. 80.000,- með því skilyrði að viðburðirnir fari fram í hverfinu. 

    Samþykkt að veita verkefninu Þrautabraut á Ástabrautinni styrk að upphæð kr. 90.000,-. 

    Samþykkt að veita Dróttskátasveitinni Bótes í Skátafélaginu Garðbúar styrk að upphæð kr. 50.000 ,- vegna verkefnisins Litríka stéttin. 

    Samþykkt að veita Skátafélaginu Garðbúar styrk að upphæð kr. 400.000,- vegna verkefnisins Ratleikur og 17. júní fjör. 

    Samþykkt að veita verkefninu Sameinum hverfið #hamingjanihverfinu styrk að upphæð kr. 270.00,- vegna prentunar, dreifingar, auglýsinga, tjöldum og hljóðbúnaðar.

    Samþykkt að veita Grensáskirkju styrk að upphæð kr. 210.000 vegna verkefnisins Sumar ratleikur Garðbúa og Fossvogsprestakalls. 

    Samþykkt að veita verkefninu SumarYogaPopUp 2 (AcroYoga) styrk að upphæð kr. 236.000,- með því skilyrði að viðburðirnir fari fram í hverfinu.

    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 125.000,- vegna verkefnisins Hoppandi fjör við sundlaugar í Reykjavík með því skilyrði að viðburðurinn fari fram í Laugardalslaug.

    -    12.23 Gústav Adolf Bergmann tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:16

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_1606.pdf