Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2024, þriðjudaginn 22. október, var haldinn 53. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Ívar Orri Aronsson og Sigurður Lúðvík Stefánsson. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á verkefnum samgöngusáttmála í borgarhlutanum. MSS22090034
Þorsteinn R. Hermannsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 16.40 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. október 2024, vegna samþykktar umhverfis- og skipulagsráðs á tillögu íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um lækkun hámarkshraða á Suðurlandsbraut. MSS23090113
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 1. október 2024 um skipulagslýsingu vegna breytinga á deiliskipulagi fyrir Borgarspítalareit. USK24050386
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um skipulagslýsingu að breytingu á gildandi deiliskipulagi fyrir Safamýri-Álftamýri (Framsvæðið). USK24050280
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Fundi slitið kl. 18.09
Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson
Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 22. október 2024