Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 5

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2020, fimmtudaginn, 28. maí, var haldinn 5. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin á Tjarnargötu 12 (Eldstöð) og hófst kl. 16.06. Fundinn sátu Dóra Magnúsdóttir og Hilmar Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Gústav Adolf Bergmann, Vigdís Hauksdóttir, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Bylgja Hrönn Björnsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um málefni Safamýrar 89. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða hefur fengið fregnir af áhyggjum íbúa í Háaleiti vegna þeirrar samþjöppunnar fólks sem virðist eiga við virkan fíknivanda að stríða sem og fíkniefnaneyslu og hugsanlegrar - sölu í og við húsið. Sé þetta raunin tekur ráðið undir áhyggjur íbúa, ekki síst vegna nálægðar við skóla, leikskóla og íþróttastarf. Mikilvægt er að fylgjast vel með framvindu mála og kalla eftir því að talsfólk Kærleikssamtakanna sem reka húsið verði sér út um tilskilin leyfi verði sýnt fram á að þarna sé um leyfisskylda starfsemi/meðferðarúrræði að ræða.

  3. Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða dags.18. febrúar 2020 um tillögu Flokks fólksins um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. apríl 2020 vegna umferðaröryggisaðgerða í Hlyngerði, Seljugerði og Viðjugerði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. mars 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Breiðholts um aðgang að lokaskýrslum vegna styrkja úr hverfissjóði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. apríl 2020 um skipulagslýsingu vegna skipulagsgerðar og umhverfismats Kringlusvæðisins.

    Fulltrúi Miðflokksins og fulltrúi slembivalinna í ráðinu leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Miðflokksins og fulltrúi slembivalinna gerir athugasemdir við framlagða deiliskipulagsbreytingu Kringlusvæðis. Ríflega tíu þúsund fermetra gróðursælu grænu svæði við norðurenda svæðisins verður hér fórnað fyrir steypu. Ríflega fjögur þúsund fermetra gróðursælu grænu svæði við suðurenda verður sömuleiðis fórnað fyrir steypu. Ljóst er að sú deiliskipulagsbreyting sem hér liggur fyrir stenst engan veginn yfirlýst markmið meirihlutans um verndun grænna svæða innan borgarmarkanna, þvert á móti er þetta bein aðför að þeim. Vera má að draumsýn starfandi meirihluta sé að nema ekki staðar fyrr en öllum grænum blettum borgarinnar hefur verið eytt. Borgarfulltrúi Miðflokksins og fulltrúi slembivalinna leyfa sér að fullyrða að borgarbúar deili ekki þeirri sýn þeirra. Miðflokkurinn vill ítreka fyrri ábendingar sínar um að ekki er ásættanlegt að gengið sé á veghelgunarsvæði Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, en ekki verður betur séð en að húsveggir væntanlegra bygginga séu að hluta í einungis sex metra fjarlægð frá þessum stærstu vegum borgarinnar. Slík framsetning setur alla möguleika á úrbótum við þessi stærstu gatnamót borgarinnar í uppnám. Hér þarf að nema staðar áður en skaðinn er skeður.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram verkáætlun Reykjavíkurborgar ódags. um vorhreinsanir á götum og gönguleiðum í hverfinu.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags 30. apríl 2020 við erindi íbúa í hverfinu til íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 23. janúar 2020, um gönguljós á gatnamótum Háaleitisbrautar og Listabrautar. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð leggur áherslu á að rýmingartími nýtist ekki eftirtöldum aðilum: 1. Börnum á leikskóla- og grunnskólaaldri. Aðstandendur barna draga ekki börn yfir á rauðu ljósi og útskýra fyrir þeim samtímis hugmyndina um rýmingartíma. Fólk á ferð með börnum stoppar einfaldlega þegar rauði karlinn birtist án útskýringa. Börn undir 16 ára er stærri hlutfall gangandi vegfaranda en þau í samfélaginu almennt og því um mjög marga einstaklinga að ræða. 2. Hugmyndin um rýmingartíma hentar ekki fólki sem fer hægt yfir svo sem vegna fötlunar eða aldurs. Þessi hópur hefur ekki tök á að drífa sig yfir á rauðu ljósi og rýmingartíma og þarf að bíða á millieyju til að halda áfram för. 3. Alvarlegustu dæmin eru þó beygjuljós fyrir akandi. Þegar gangandi vegfarendur sem fara yfir á grænu ljósi koma yfir á hinn helming götunnar er komið rautt ljósi (og rýmingartími). Það lendir í stappi við bílstjóra sem fara yfir á grænu ljósi (sem er grænt fyrir akandi meðan rýmingartíminn hefur tekið yfir hjá gangandi). Bílstjórar í þessari aðstöðu benda gjarna hinum gangandi að þeir séu að þvera götu á rauðu ljósi. Þessi staða getur skapað stórhættu. Í ljósi ofangreindra þátta fer íbúaráð Háaleitis og Bústaða fram á að leitað verði leiða til að lengja þann tíma sem græni karlinn logar á umræddum gatnamótum og að tímalengd gönguljósa í hverfunum verði tekin út með ofangreinda þætti í huga.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram erindi formanns Foreldrafélags Fossvogsskóla dags. 26. febrúar 2020 til um athugasemdir við hugmyndir Strætó bs. um breytingar á leiðaneti. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaða leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða hefur móttekið Ályktun Foreldrafélags Fossvogsskóla vegna aksturs um Stjörnugróf og fengið kynningu á nýju leiðarkerfi Strætó. Ráðið gerir ekki athugasemdir.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. apríl 2020 sem samþykkt var í borgarráði sbr. 23. lið fundargerðar ráðsins 30. apríl 2020. Í tillögunni er íbúaráðum borgarinnar veittar 30 milljónum kr. til að úthluta til verkefna sem hafa það að markmiði að efla hverfisanda, mannlíf og menningu sumarið 2020.

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um sumarleyfi íbúaráðs Háaleitis- og Bústaða.

  12. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  13. Lagt fram yfir yfirlit frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. febrúar yfir umsóknir í hverfissjóð í Háaleitis- og Bústaðahverfi 2019. Þessi liður fundarins er lokaður.

  14. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Umsóknum ýmist hafnað eða afgreiðslu frestað.

    Fylgigögn

  15. Íbúaráð Háaleitis- Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu varðandi tillögu í hverfissjóð:

    Formanni er falið rita þar til bærum aðilum bréf og leita umsagnar varðandi umsókn í hverfissjóð. 
    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 18:16

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_2805.pdf