No translated content text
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2020, fimmtudaginn, 27. febrúar, var haldinn 4. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var opinn, haldinn í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Bústaða og hófst kl. 16.06. Fundinn sátu Gústav Adolf Bergmann, Gunnar Alexander Ólafsson, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Bylgja Hrönn Björnsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Sigtryggur Jónsson. Einn gestur sat fundinn.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynnning á starfsemi og húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Bústaða.
- 16.14 Sólveig Bjarney Daníelsdóttir tekur sæti á fundinum.
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Bústaða.
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaða tekur undir ályktun foreldrafélaga Réttarholtsskóla, Breiðagerðisskóla og Fossvogsskóla um aðstöðu félagsmiðstöðvarinnar Bústaða. Aðstaðan er með öllu óviðunandi hvað varðar stærð, aðgengi og öryggismál og fer ráðið þess á leit við skóla- og frístundasvið að finna viðeigand húsnæði fyrir félagsmiðstöðina hið fyrsta.
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á hugmyndum Strætó bs. um breytingar á leiðakerfi og áhrifum þeirra á hverfið.
Ragnheiður Einarsdóttir og Sólrún Svala Skúladóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa dags. 13. febrúar 2020 um gatnamót Háagerðis og Sogavegar.
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Háaleitis og Bústaða fer þess á leit við umhverfis- og skipulagssvið að leitað verði markvissra leiða til að auka öryggi vegfarenda, gangandi, hjólandi og akandi við gatnamótin Háagerði - Sogavegur með tilliti til athugasemda íbúa, Þorsteins V. Einarssonar sem send var 13. febrúar sl. en sami íbúi hefur sent inn athugasemdir áður.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf stýrihóps um endurskoðun reglna um Frístundakort dags. 19. febrúar 2020.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis.
Listi lagður fram.Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs dags 5. febrúar 2020 við erindi íbúa um deiliskipulag og bílastæði við Hvassaleitisskóla.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins.
-
Lögð fram til afgreiðslu styrkumsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Umsókn hafnað.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:47
Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_2702.pdf