Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 48

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2024, þriðjudaginn 23.apríl, var haldinn 48. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Ívar Orri Aronsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Helga Margrét Marzellíusardóttir. Fundinn sat einnig Arna Hrönn Aradóttir. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning Safír á hugmyndum uppbyggingaraðila á Orkureit. USK24010035

  Þorsteinn Yngvi Bjarnason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

 2. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 16. apríl 2024 um bætt umferðaröryggi í Hæðargarði:

  Lagt er til að íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis samþykki að beina því til umhverfisog skipulagsráðs að gerð verði úttekt á götuumhverfi Hæðargarðs með hliðsjón af öryggi óvarðra vegfarenda, sérstaklega ungra barna og unglinga, sem eiga leið um götuna til og frá skóla, leikskóla og frístund. Horft verði til hvaða mögulegu aðgerða megi grípa til að draga úr gegnumakstri og umferðarhraða í Hæðargarði.

  Tillögunni fylgir greinagerð. MSS24040131
  Samþykkt.

  Fylgigögn

 3. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 16. apríl 2024 um bætt umferðaröryggi í Safamýri:

  Lagt er til að íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis samþykki að beina því til umhverfisog skipulagsráðs að gerð verði úttekt á götuumhverfi Safamýrar og bílastæðaplönum við götuna með hliðsjón af öryggi óvarðra vegfarenda, sérstaklega ungra barna og unglinga, sem eiga leið um götuna til og frá skóla, leikskóla, frístund og íþróttum. Horft verði til hvaða mögulegu aðgerða megi grípa til að draga úr gegnumakstri og umferðarhraða í Safamýri og bæta og fjölga þverunum yfir götuna.

  Tillögunni fylgir greinagerð. MSS24040130
  Samþykkt. 

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. apríl 2024, um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðumúli 2-6 - Síðumúli 6. MSS24030012
  Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis að gera umsögn í samráði við fulltrúa ráðsins og í samræmi við umræðu fundarins.   

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags 22. mars 2024, um samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs 6. mars 2024, á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Safamýrar – Álftamýrar vegna Safamýri 58-60. USK23100313 

  Fylgigögn

 6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034 

 7. Lögð fram greinagerð dags. 10. apríl 2024, fyrir verkefnið Sumarhátíð Bústaðahverfis Sumardaginn fyrsta 2023, vegna styrks úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar. MSS23030157  

  Ívar Orri Aronsson víkur af fundi undir þessum lið. 

Fundi slitið kl. 17.50

Birkir Ingibjartsson Bjarney Kristín Ólafsdóttir

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Ívar Orri Aronsson

Helga Margrét Marzellíusardóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 23. apríl 2024