Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 46

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2024, þriðjudaginn 27. febrúar, var haldinn 46. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Gísli Kr, Björnsson, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Ívar Orri Aronsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Friðjón R. Friðjónsson. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 5. febrúar 2024, vegna verkhönnunar verkefna í Hverfið mitt í Háaleitis- og Bústaðahverfi. MSS22020075

    Heiða Hrund Jack og Guðný Bára Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. janúar 2024 um samþykkt verklagsreglna um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170

    Fylgigögn

  3. Lögð fram umsögn Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 31. janúar 2024, um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Safamýrar – Álftamýrar vegna Safamýri 58-60, sbr. 2. liður fundargerðar ráðsins frá 23. janúar 2024. USK23100313

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 31. janúar 2024, um tillögu að hverfisskipulagi í Háteigshverfi, Hlíðahverfi og Öskjuhlíðarhverfi, sbr. 1. liður fundargerðar ráðsins frá 12. desember 2023. SN150530

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf verkefnastjóra stýrihóps um mótun stefnu  í málefnum eldra fólks til ársins 2026, dags. 6. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu tilnefningu tveggja fulltrúa á samráðsfund með framtíðarnotendum. 
    Samþykkt að tilnefna Jón Aðalstein Bergsveinsson og Guðbjörgu Kristjánsdóttur. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17:38

Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson

Friðjón R. Friðjónsson Guðrún Elísabet Ómarsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis 27. febrúar 2024