Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2023, þriðjudaginn 28. nóvember, var haldinn 43. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Ívar Orri Aronsson og Sigurður Lúðvík Stefánsson. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á umferðarþunga á Bústaðavegi og ætluðum áhrifum mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut. MSS22050079
Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 21. nóvember 2023, um fyrirspurn áheyrnafulltrúa flokks fólksins um tillögur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, sbr. 21. liður fundargerðar umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2023, ásamt tölvubréfi umhverfis- og skipulagsviðs, dags. 3. nóvember 2023. USK23100064
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. nóvember 2023, með umsagnarbeiðni um starfræna stefnu Reykjavíkurborgar. ÞON23010021
Samþykkt að fela formanni að skila umsögn ráðsins fyrir 1. janúar nk.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2023, með útskrift úr fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 4. október 2023, Fossvogsblettur 2-2A - nýtt deiliskipulag - Ævintýraborgir. USK23050069
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. MSS23030157
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Álftamýrarskóla styrk að upphæð kr. 300.000 vegna verkefnisins Fræðsla fyrir ungmenni og foreldra og forvarnar fræðsla um fíkniefni.
Samþykkt að veita Foreldrafélagi Réttarholtsskóla styrk að upphæð kr. 173.000 vegna verkefnisins Litahlaup Réttó.
Öðrum umsóknum hafnað.
Fulltrúi foreldrafélaga víkur af fundi við afgreiðslu umsókna.Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:51
Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson
Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis 28.11.2023 - prentvæn útgáfa