Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 41

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2023, þriðjudagurinn, 26. september, var haldinn 41. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Ívar Orri Aronsson og Sigurður Lúðvík Stefánsson. Fundinn sat einnig Kristinn Jakob Reimarsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi Hopp í Háaleitis- og Bústaðahverfi. MSS23090112

    Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    16.38 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum. 
    -    16.45 tekur Bjarney Kristín Ólafsdóttir sæti á fundinum. 

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 19. september 2023, um lækkun hámarkshraða á Suðurlandsbraut. MSS23090114

    Lagt er til að íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að breyta tafarlaust hámarkshraða við Suðurlandsbraut, úr 60 km/klst niður í 40 km/klst, í samræmi við hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur.

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt
    Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar, dags. 19. september 2023, um mótun framtíðarsýnar um þróun Háaleitisbrautar. MSS23090114

    Lagt er til að íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að mótuð verði skýr framtíðarsýn um þróun Háaleitisbrautar, frá Bústaðavegi að Kringlumýrarbraut, sem lifandi götu- og borgarrými með aukinni áherslu á meiri gróður og góðar aðstæður fyrir fjölbreytta ferðamáta.

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis:

    Lagt er til að íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis samþykki að beina því til umhverfis- og skipulagsráðs að mótuð verði skýr framtíðarsýn um þróun Háaleitisbrautar, frá Bústaðavegi að Kringlumýrarbraut, sem lifandi götu- og borgarrými með aukinni áherslu á meiri gróður og góðar aðstæður fyrir fjölbreytta ferðamáta. Mótun framtíðarsýnarinnar þarf að vinna í góðu samráði og samtali við íbúa og hagaðila á svæðinu. Sérstaklega þarf að hafa til hliðsjónar flutning bráðaþjónustu og starfsemi Borgarspítalans niður að Hringbraut.

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Breytingartillagan er samþykkt.
    Tillagan er samþykkt svo breytt.
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs. 

    -    17.54 víkur Bjarney Kristín Ólafsdóttir af fundi. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um hraðakstur í Hæðagarði. MSS22050079

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hraðakstur í íbúðagötum hverfisins er viðvarandi vandamál. Gegnumakstur og hraðakstur um Hæðargarð er partur af því vandamáli og leggur íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis ríka áherslu á mikilvægi þess að gripið verði til viðeigandi aðgerða til að draga úr umferð og umferðarhraða og auka öryggi óvarðra vegfarenda.

  5. Lögð fram drög að fundadagatali íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis – haust 2023. MSS22080127
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18:15

Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson

Friðjón R. Friðjónsson Guðrún Elísabet Ómarsdóttir

Sigurður Lúðvík Stefánsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis 26. september 2023