Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2023, þriðjudagurinn, 29. ágúst, var haldinn 40. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Friðjón R. Friðjónsson, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Ívar Orri Aronsson. Fundinn sat einnig Kristinn Jakob Reimarsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á leikskólamálum í Háaleitis- og Bústaðahverfi. MSS23080080
Valborg Hlín Guðlaugsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 29. ágúst 2023, um tillögu að nýju deiliskipulagi vegna Fossvogsblettar 2 - 2A – Ævintýraborgir ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júlí 2023 vegna auglýsingar á tillögu að nýju deiliskipulagi vegna Fossvogsblettur 2-2A – Ævintýraborgir. USK23050069
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júlí 2023, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna Fossvogsdalur stígar. USK23060297
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 15. ágúst 2023, vegna kosninga í Hverfið mitt 2023. MSS22020075
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 16. ágúst 2023, um umferðaröryggi við Suðurlandsbraut. MSS23080085
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 16. ágúst 2023, um lækkun hámarkshraða í botnlöngum við Háaleitisbraut. MSS23080086
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Vinagerðis, dags. 28. júní 2023, vegna Vorhátíðar Vinagerðis. MSS22040019
Fundi slitið kl. 18:06
Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson
Friðjón R. Friðjónsson Guðrún Elísabet Ómarsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaða frá 29. ágúst 2023