Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 39

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2023, þriðjudagurinn, 27. júní, var haldinn 39. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16:39. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Gísli Kr. Björnsson, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Inga Þyri Kjartansdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með fjarfundabúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Friðjón R. Friðjónsson. Fundinn sátu einnig Helga Margrét Guðmundsdóttir, Kristinn Jakob Reimarsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. júní 2023,  þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum 20. júní 2023, samþykkt að Friðjóns R. Friðjónssonar taki sæti í íbúaráði Háaleiti og Bústaðahverfis í stað Helgu Margrétar Marzellíusardóttur. MSS22060059

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 24. apríl 2023 um utanumhald hraukabeðs í hverfinu. MSS23060127

    Dagný Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    -    Kl. 16. 54 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. júní 2023, um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi vegna Álmgerðis 1. USK23030387

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, ódags., vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlana Reykjavíkurborgar 2024-2028. MSS23040215

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 22. júní 2023, um álit Skipulagsstofnunar um matsáætlun vegna gatnamóta Reykjanesbrautar og Bústaðavegar m.t.t. Borgarlínu ásamt fylgiskjölum. USK21120157

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  7. Lögð fram greinargerð Knattspyrnufélagsins Víkings, dags. 12. maí 2023, vegna verkefnisins Vorhátíð Bústaðahverfis Sumardaginn fyrsta 2022. MSS22040019

    Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavikurborgar. 

  8. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Hvassaleitisskóla, dags. 15. maí 2023, vegna verkefnisins Fjölskyldujóga í sumar. MSS22040019

    Þessi liður fundarins var lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavikurborgar. 

Fundi slitið kl. 17:41

Birkir Ingibjartsson Inga Þyri Kjartansdóttir

Friðjón R. Friðjónsson Gísli Kr. Björnsson

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
FG_27.6.2023_Íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis