Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 38

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2023, þriðjudagurinn, 23. maí, var haldinn 38. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Helga Margrét Marzellíusardóttir, Sigurður Lúðvík Stefánsson, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Bjarney Kristín Ólafsdóttir. Fundinn sátu einnig Kristinn Jakob Reimarsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir og Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 26. apríl 2023, vegna aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlunum 2024-2028 ásamt fylgiskjölum. 
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila tillögum og jafnréttisskimun fyrir 31. maí nk. MSS23040215.

    -    Kl. 16:46 tekur Ívar Orri Aronsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um örugga tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Kringlumýrarbraut. 

    Lagt er til að Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis samþykki að beina því til Umhverfis- og skipulagsráðs að gerð verði örugg tenging fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Kringlumýrarbraut. Hugmynd þess efnis hefur endurtekið hlotið miklar undirtektir íbúa í verkefninu Hverfið mitt en ekki hlotið þar brautargengi vegna stærðar og tæknilegra annmarka innan ramma verkefnisins.
    MSS23050083
    Greinargerð fylgir tillögunni
    Samþykkt
     

    Fylgigögn

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um breytingar á Bústaðavegi.

    Lagt er til að Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis samþykki að beina því til Umhverfis- og skipulagsráðs að öruggar þveranir fyrir óvarða vegfarendur yfir Bústaðaveg verði fjölgað og þær bættar. Því verði til dæmis mætt með því að draga úr magni bílaumferðar og umferðarhraða á Bústaðavegi og að umhverfi götunnar verði gert vistlegra með auknum gróðri og áningarstöðum.
    MSS23050085
    Greinargerð fylgir tillögunni
    Samþykkt
     

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um örugga tengingu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Suðurlandsbraut.

    Lagt er til að Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis samþykki að beina því til Umhverfis- og skipulagsráðs að gerð verði örugg tenging fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Suðurlandsbraut frá Háaleitishverfinu. Lagt er til að slík tenging yrði staðsett í beinu framhaldi af Vegmúla.
    MSS23050086
    Greinagerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt
     

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  6. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Breiðagerðisskóla, dags. 7. desember 2022, vegna verkefnisins Sumar og sól í hverjum tón. MSS22040019.

    Guðrún Elísabet Ómarsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

  7. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Breiðagerðisskóla, dags. 31. ágúst 2023, vegna verkefnisins Tré og sumarblóm – Gjöf á vorhátíð í þágu náttúrunnar. MSS22040019.

    Guðrún Elísabet Ómarsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

  8. Lögð fram greinargerð Knattspyrnufélagsins Víkings, dags. 12. maí 2023, vegna verkefnisins Vorhátíð Bústaðahverfis 2022. MSS22040019.

    Ívar Orri Aronsson víkur af fundinum undir þessum lið.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS23030157.
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Álftamýrarskóla styrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Vorhátíð Foreldrafélags Álftamýrarskóla – 1. júní. 
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðagerðisskóla styrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Vorhátíð íbúa og gesta – 7. júní. 
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Fossvogsskóla styrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Vorhátíð Fossvogsskóla. 
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Hvassaleitisskóla styrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Vorhátíð Hvassaleitisskóla.
    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Vinagerðis styrk að upphæð kr. 50.000 vegna verkefnisins Sumarhátíð Vinagerðis.  
    Samþykkt að veita Knattspyrnufélaginu Víking styrk að upphæð kr. 125.000 vegna verkefnisins Sumarfögnuður Fossvogs- og Bústaðahverfis.
    Öðrum umsóknum hafnað. 

    Ívar Orri Aronsson víkur af fundinum undir afgreiðslu á styrkumsókn fyrir verkefnið Sumarfögnuð Fossvogs- og Bústaðahverfis 

    Guðrún Elísabet Ómarsdóttir víkur af fundinum undir afgreiðslu á styrkumsókn fyrir verkefnið Vorhátíð íbúa og gesta – 7. júní

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. í samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:30

Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson

Helga Margrét Marzellíusardóttir Sigurður Lúðvík Stefánsson

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis - 23. maí 2023