Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 37

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2023, þriðjudagurinn, 25. apríl, var haldinn 37. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Birna Hafstein, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Inga Þyri Kjartansdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Bjarney Kristín Ólafsdóttir. Fundinn sátu einnig Kristinn Jakob Reimarsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. apríl 2023,  þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum 18. apríl 2023, samþykkt að Helga Margrét Marzelíusardóttir taki sæti í íbúaráði Háaleiti og Bústaðahverfis í stað Friðjóns R. Friðjónssonar. MSS22060059
     

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis, dags. 25. apríl 2023 um matsáætlun vegna framkvæmda við gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. 
    Samþykkt.
    Fulltrúi íbúasamtaka situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Bjarni Rúnar Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    -    Kl. 16:40 tekur Gísli Kr. Björnsson sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um hugmyndir íbúa í Hverfið mitt 2023 sem ekki hlutu brautargengi. MSS22090034

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  5. Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis óskar eftir upplýsingum um hver staðan er á fyrirhugaðri hugmyndasamkeppni að sameiginlegri sundlaug Reykjavíkur og Kópavogsbæjar í Fossvogsdal.
    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

  6. Frá því að íþróttafélagið Fram flutti starfsemi sína  úr Safamýri upp í Úlfarsárdal hefur verið uppi viss óvissa um framtíðarnotkun svæðisins. Stefnt hefur verið að því að halda hugmyndasamkeppni um framtíð opna svæðisins þar sem nýju íbúðarhúsnæði yrði fléttað saman við grænt útivistarsvæði. Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis óskar eftir upplýsingum hver tímaáætlunin sé í tengslum við fyrirhugaða hugmyndasamkeppni og framtíðarþróun svæðisins.
    Visað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundi slitið kl. 17:39

Birkir Ingibjartsson Inga Þyri Kjartansdóttir

Birna Hafstein Gísli Kr. Björnsson

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaða frá 25. apríl 2023