Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2023, þriðjudagurinn, 28. mars, var haldinn 36. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.36. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Birna Hafstein, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Gísli Kr. Björnsson og Ívar Orri Aronsson. Fundinn sátu einnig Kristinn Jakob Reimarsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 22. febrúar 2023, um uppstillingu kjörseðils í Háaleitis- og Bústaðahverfi fyrir Hverfið mitt ásamt fylgiskjölum. MSS22020075
Samþykkt að óska eftir að eftirtalin verkefni fari á kjörseðil fyrir hverfiskosningar í Hverfið mitt næstkomandi haust:
1. Hjólabrettagarður við Háaleitisbraut
2. Hjólabraut milli H og K landa
3. Trjágróður við Háaleitisbraut milli Bústaðavegar og Austurver
4. Betrumbæta garðinn milli Hólmgarðs og Hæðargarðs
5. Grænt svæði við FÁ; Múlaborg og Háaleitishverfi
6. Endurbæta fótboltavöll milli B og G landa
7. Leiksvæði – útivistarsvæði
8. Lagfæra ;,skrýtna róló” milli B og G landa
9. Ærslabelgur við Stóra Róló
10. Bekkir fyrir eldri borgara í HvassaleitiðMeð vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.
Bragi Bergsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
Fundi slitið kl. 18:15
Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson
Birna Hafstein Gísli Kr. Björnsson
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaða frá 28. mars 2023