Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 35

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2023, þriðjudagurinn, 28. febrúar, var haldinn 35. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.39. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir, Gísli Kr. Björnsson og Ívar Orri Aronsson. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild:Friðjón R. Friðjónsson. Fundinn sátu einnig Kristinn Jakob Reimarsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á stöðu hverfisskipulagsvinnu í Háaleiti-Bústöðum. MSS23020141

  Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 2. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 3. febrúar 2023, um umferðaröryggismál á Sogavegi. MSS23020143
  Samþykkt að senda erindið til umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, til upplýsingar. 

  Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

  Eins og bent er á í erindinu eru nýbyggingar við Sogaveg 73-81 illa tengdar við stígakerfi hverfisins og langt er í næstu gönguþverun. Það getur valdið því að gangandi vegfarendur þveri götuna við óöruggar aðstæður með tilheyrandi slysahættu. Íbúaráðið tekur því undir mikilvægi þess að gerðar verði þær úrbætur við Sogaveg sem erindið bendir á og beinir því til samgöngudeildar Reykjavíkur að taka málið til skoðunar.

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 4. Lögð fram greinargerð Hollvinafélags Hvassaleitis 56-58, dags. 23. janúar 2023, vegna verkefnisins Fjölskyldudagur Hvassaleitis. MSS22040019

  Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

 5. Lögð fram greinargerð Hollvinafélags Hvassaleitis 56-58, dags. 23. janúar 2023, vegna verkefnisins Sviðaveisla. MSS22040019

  Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

Fundi slitið kl. 17:47

Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson

Gísli Kr. Björnsson Friðjón R. Friðjónsson

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis 28.2.2023 - Prentvæn útgáfa