Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 34

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2023, þriðjudagurinn, 24. janúar, var haldinn 34. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Friðjón R. Friðjónsson, Sigurður Lúðvík Stefánsson, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Ívar Orri Aronsson. Fundinn sátu einnig Kristinn Jakob Reimarsson, Helga Margrét Guðmundsdóttir sem sat fundinn með rafrænum hætti og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um mengun í hverfinu vegna bílaumferðar. MSS22090034

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Á fyrstu vikum ársins 2023 hefur mengun vegna umferðar margoft farið yfir ráðlögð heilsumörk og þegar hafa viðmið um leyfilegan fjölda daga yfir eitt ár þar sem mengun má fara yfir skilgreind mengunarmörk verið rofin. Háaleitis- og Bústaðahverfi liggur við tvær af stærstu götum borgarinnar, Miklubraut og Kringlumýrarbraut, þar sem umferð er mjög mikil á háannatíma með tilheyrandi mengun. Eru mælingar frá mælistöð Umhverfisstofnunar við Grensásveg, sem liggur í jaðri hverfisins, til vitnis um það. Fulltrúar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis telja það óásættanlegt að íbúar hverfisins þurfi að búa við þá miklu mengun sem hlýst af umferðinni sem liggur um og kringum hverfið. Íbúaráðið hvetur borgaryfirvöld til að grípa til viðeigandi ráðstafana og nýta þær heimildir sem í boði eru til að stemma stigu við þeirri mengun sem hlýst af umferðinni á dögum þar sem mikil umferð og veðurstillur skapa aðstæður þar sem mikil mengun safnast saman.

    -    kl. 16:39 tekur Bjarney Kristín Ólafsdóttir sæti á fundinum.

  2. Fram fer umræða um vetrarþjónustu í hverfinu. MSS22120133
    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að koma á framfæri ábendingum um snjómokstur í hverfinu.

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 13. desember 2022, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 6. janúar 2023, um breytingar á fjármagni í Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22040019

    Fylgigögn

  5. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Háaleitis- Bústaðahverfis – vor 2023. MSS22080127

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  7. Lögð fram greinargerð Daníels Sigríðarsonar vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð. 

    Með vísan til 7. gr. samþykktar um íbúaráð fer umræða undir þessum lið fram fyrir luktum dyrum.

     

Fundi slitið kl. 17:52

Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson

Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða 24.1.2023 - Prentvænt útgáfa