No translated content text
Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2022, miðvikudagurinn, 14. desember, var haldinn 33. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Birna Hafstein, Inga Þyrí Kjartansdóttir og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Vesturbæjar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Gísli Kr. Björnsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð, Helga Margrét Guðmundsdóttir og Kristinn Jakob Reimarsson frá Norðurmiðstöð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar. MSS22090034
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður.
a) Mikilvæg mistök/Sirkus Ananas
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042
Samþykkt að veita Hollvinafélagi Hvassaleitis styrk að upphæð kr. 120.000,- vegna verkefnisins Sviðaveisla í Hvassaleiti 56-58 fyrir aðkeyptri þjónustu.
Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 17:49
Birkir Ingibjartsson Inga Þyri Kjartansdóttir
Birna Hafstein Gísli Kr. Björnsson
Guðrún Elísabet Ómarsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaða frá 14. desember 2022