Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 32

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2022, þriðjudaginn, 22. nóvember, var haldinn 32. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Ásta Björg Björgvinsdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Bjarney Kristín Ólafsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir og Kristinn Jakob Reimarsson frá Norðurmiðstöð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á umferðarskipulags- og öryggismálum í borgarhlutanum. MSS22050079

  Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

  Þakkað er fyrir kynningu frá skrifstofu samgöngustjóra. Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur áherslu á að öllum framkvæmdum sem tengjast umferðaröryggi í hverfinu sé flýtt eins og auðið er. 

  Höskuldur Rúnar Guðjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

  -    Kl. 16.42 tekur Friðjón R. Friðjónsson sæti á fundinum. 
  -    Kl. 16.56 tekur Sigurður Lúðvík Stefánsson sæti á fundinum. 

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um bakhóp íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. MSS22090031

 3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

 4. Fram fer kosning varaformanns íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22080242

  Samþykkt að Ívar Orri Aronsson verði varaformaður. 

 5. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042

  Samþykkt að veita Tónlistarfélagi Árbæjar styrk að upphæð kr. 325.000,- vegna verkefnisins Ókeypis námskeið og lagasmíðamót fyrir unga lagahöfunda fyrir nemendur í borgarhlutanum. 

  Afgreiðslu annarra umsókna frestað. 

  Fylgigögn

 6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 - hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. MSS22040042

  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Fossvogsskóla styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Jólaskemmtun fyrir börn í Fossvogi. 

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18:22

Birkir Ingibjartsson Ásta Björg Björgvinsdóttir

Friðjón R. Friðjónsson Sigurður Lúðvík Stefánsson

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir