Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 31

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2022, miðvikudaginn, 26. október, var haldinn 31. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.30. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Friðjón Friðjónsson, Ívar Orri Aronsson, Gísli Kr. Björnsson, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Bjarney Kristín Ólafsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarsson frá Norðurmiðstöð.

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á starfsemi Norðurmiðstöðvar og félagsauði í hverfinu. MSS22100035

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. október 2022 um auglýsingu vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1. við Undraland. MSS22090125

  Fylgigögn

 3. Fylgigögn

 4. Fram fer umræða um breytingar á gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegar. MSS22050079

  Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi bókun:

  Skipulagsmál eru einn þeirra málaflokka sem stjórn Íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis láta sig varð í þeim tilgangi að vandað sé til verka í ákvörðunum, með tilliti til margra þátta, einkum umferðaröryggi íbúanna. Þá telja samtökin nauðsynlegt að í slíkri vinnu sé viðhaft gott samstarf við íbúa hverfisins, enda hefur umferð annarra en þar búa í gegnum hverfið mikil áhrif, og erfitt getur reynst að leiðrétta skipulagsmistök eftir á. Í nýlegum fréttum í fjölmiðlum ber hátt umræða um fyrirætlanir Reykjavíkurborgar að þrengja Háaleitisbraut í eina akrein í hvora átt, við gatnamót Háaleitisbrautar og Bústaðavegar. Jafnframt sé fyrirhugað að taka af hægri beygjur á þessum gatnamótum. Eina skýringin sem veitt hefur verið er að þetta sé gert til að minnka slysahættu gangandi vegfarenda. Lítið eða ekkert samráð hefur heldur verið við íbúa svæðisins vegna þessara fyrirhuguðu framkvæmda, sem margir íbúar telja illa ígrundaðar. Stjórn samtakanna óskar eftir frekari skýringum á þessum framkvæmdum og skorar á stjórnvöld að mæta til fundar með stjórn samtakanna um þessar fyrirhuguðu framkvæmdir og aðrar er snerta hverfið.

  Fulltrúi Samfylkingar leggur fram svohljóðandi bókun:

  Því er fagnað að farið sé í breytingar á gatnamótum Háaleitisbrautar og Bústaðavegar sem miða að því að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Í rökstuðningi borgarinnar er bent á að umferðarmagn sé ekki slíkt að það kalli á tvöfaldar akreinar og því eðlilegt að stærð gatnamótanna taki mið af því. Taka mætti skrefið til fulls og fella út beygjuafrein frá Bústaðavegi inn á Háaleitisbraut til norðurs. Austan við gatnamótin er Bústaðavegur ein akrein til vesturs og því verður ekki séð að þörf sé á að við gatnamótin sé Bústaðavegur þrjár akreinar auk beygjuafreinar til norðurs. Má benda á gatnamót Bústaðavegar og Grensásvegar sem mögulega útfærslu. Umrædd beygjuafrein viðheldur möguleikanum á hröðum innakstri á Háaleitisbraut og fjölgar þeim punktum á gatnamótunum þar sem akandi umferð þverar göngu- og hjólaleiðir óvarinna vegfarenda. Að mati undirritaðra gengur því afreinin gegn þeim markmiðum um aukið umferðaröryggi sem breytingunni er ætlað að stuðla að. Óskað er eftir að umrædd beygjurein verði felld út samhliða þeim framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru.

 5. Fram fer umræða um umferðaröryggismál í borgarhlutanum. MSS22050079

  Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

  Lífleg umræða fór fram um umferðarskipulags- og öryggismál í borgarhlutanum í víðu samhengi undir þessum lið. Óskað er eftir kynningu og samtali við skrifstofu samgöngustjóra um þennan málaflokk á fundi ráðsins sem fyrst. Að stuðla að góðri umferðarmenningu er á ábyrgð okkar allra.

 6. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Háaleitis- og Bústaðahverfi. MSS22020088
  Samþykkt að senda ábendingar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaða vegna Römpum upp Ísland til forsvarsmanna verkefnisins og aðgengis- samráðsnefndar um málefni fatlaðs fólks.

  Fylgigögn

 7. Fram fer umræða um bakhóp hverfisins. 

  -    18.15 víkur Bjarney Kristín Ólafsdóttir af fundinum. 

 8. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 18:22

Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson

Friðjón R. Friðjónsson Gísli Kr. Björnsson

Guðrún Elísabet Ómarsdóttir