Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 30

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2022, þriðjudagurinn, 27. september, var haldinn 30. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Víkingsheimilinu, Safamýri og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Birna Hafstein, Ívar Orri Aronsson, Sigurður Lúðvík Stefánsson og Herborg Ingvarsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarsson frá Norðurmiðstöð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis og þriggja til vara. Birkir Ingibjartsson var kosinn formaður ráðsins. MSS22060059

    -    16.40 tekur Bjarney Kristín Ólafsdóttir sæti á fundinum 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í hverfinu í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis. Gísli Kr. Björnsson tekur sæti í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis fyrir hönd íbúasamtaka og Sigurður Lúðvík Stefánsson til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  3. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis. Guðrún Elísabet Ómarsdóttir tekur sæti í íbúaráði Háaleitis- og Bústaða fyrir hönd foreldrafélaga og Herborg Ingvarsdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  4. Lagt fram slembival í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis. Bjarney Kristín Ólafsdóttir tekur sæti í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis sem slembivalinn fulltrúi og Birgitta Ríkey Garðarsdóttir til vara. MSS22080029

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar 2022 um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, ásamt fylgiskjölum. MSS21120181

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022, um samþykkt borgarstjórnar  á tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íbúaráð, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar 6. september. MSS22080241

    Fylgigögn

  7. Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. MSS22080127

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Háaleitis- og Bústaðahverfi. MSS22020088

    Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að safna ábendingum og leggja fram á næsta fundi.

  9. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 um hugmyndasöfnun í Hverfið mitt 2022-2023. MSS2202007

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst 2022 um umferðaröryggisaðgerðir 2022. USK22080011

    Fylgigögn

  11. Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 – hverfin. MSS22040042

  12. Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkur. MSS22040019

    Fylgigögn

  13. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  14. Lögð fram greinargerð vegna styrkja úr Borginni okkar. Þessi liður fundarins var lokaður. 

    a)    Sumarhátíð Hæðagarðs/Félagsmiðstöðin Hæðargarði

Fundi slitið kl. 18:05

Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson

Birna Hafstein Sigurður Lúðvík Stefánsson

Herborg Ingvarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
30. Fundagerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 28. september 2022.pdf