Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2022, þriðjudagurinn, 27. september, var haldinn 30. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Víkingsheimilinu, Safamýri og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Birkir Ingibjartsson, Birna Hafstein, Ívar Orri Aronsson, Sigurður Lúðvík Stefánsson og Herborg Ingvarsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarsson frá Norðurmiðstöð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 9. júní 2022 um kosningu þriggja fulltrúa í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis og þriggja til vara. Birkir Ingibjartsson var kosinn formaður ráðsins. MSS22060059
- 16.40 tekur Bjarney Kristín Ólafsdóttir sæti á fundinum
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning íbúasamtaka í hverfinu í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis. Gísli Kr. Björnsson tekur sæti í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis fyrir hönd íbúasamtaka og Sigurður Lúðvík Stefánsson til vara. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lögð fram tilnefning foreldrafélaga í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis. Guðrún Elísabet Ómarsdóttir tekur sæti í íbúaráði Háaleitis- og Bústaða fyrir hönd foreldrafélaga og Herborg Ingvarsdóttir til vara. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lagt fram slembival í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis. Bjarney Kristín Ólafsdóttir tekur sæti í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis sem slembivalinn fulltrúi og Birgitta Ríkey Garðarsdóttir til vara. MSS22080029
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 10. febrúar 2022 um samþykkt borgarráðs á tillögum stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, ásamt fylgiskjölum. MSS21120181
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 12. september 2022, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu að breytingum á samþykkt fyrir íbúaráð, sbr. 3. liður fundargerðar borgarstjórnar 6. september. MSS22080241
Fylgigögn
-
Lagt fram til afgreiðslu fundadagatal íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. MSS22080127
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Römpum upp Ísland – ábendingar í Háaleitis- og Bústaðahverfi. MSS22020088
Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að safna ábendingum og leggja fram á næsta fundi. -
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 12. september 2022 um hugmyndasöfnun í Hverfið mitt 2022-2023. MSS2202007
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar dags. 17. ágúst 2022 um umferðaröryggisaðgerðir 2022. USK22080011
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Borgin okkar 2022 – hverfin. MSS22040042
-
Fram fer umræða um Hverfissjóð Reykjavíkur. MSS22040019
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð vegna styrkja úr Borginni okkar. Þessi liður fundarins var lokaður.
a) Sumarhátíð Hæðagarðs/Félagsmiðstöðin Hæðargarði
Fundi slitið kl. 18:05
Birkir Ingibjartsson Ívar Orri Aronsson
Birna Hafstein Sigurður Lúðvík Stefánsson
Herborg Ingvarsdóttir Bjarney Kristín Ólafsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
30. Fundagerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 28. september 2022.pdf