Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 29

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2022, miðvikudaginn, 25. maí, var haldinn 29. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn að í Ráðhúsi Reykjavíkur - borgarráði og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Sigurður Lúðvík Stefánsson, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir  og Kristinn Jakob Reimarsson frá Norðurmiðstöð sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 25. apríl 2022 um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjölum. 
  Samþykkt að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila tillögum ráðsins fyrir tilskilinn frest þann 29. maí nk. 

  Fylgigögn

 2. Fram fer umræða um lækkun umferðarhraða í Bústaðahverfi. 

  Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráð Háaleitis og Bústaða vekur á ný athygli á því að ráðið hefur sent frá sér fjölmargar bókanir vegna of mikils umferðarhraða í hverfinu á kjörtímabilinu. Niðurstaðan af þessum bókunum öllum er nákvæmlega engin. Í eftirtöldum götum hafa íbúar og íbúaráð ítrekað bent á að bílar aki of hratt þrátt fyrir að 30 km hámarkshraða: Álmsgerði, Heiðargerði, Hæðargarði, Hvassaleiti og Sogavegi. Einnig hefur verið kallað eftir lækkuðum hámarkshraða á Bústaðavegi og Fellsmúla og að áætlun um lækkaðan hámarkshraða á þeim götum verði flýtt. Íbúaráðið hvetur Skipulags- og samgönguráð til þess að ganga til samráðs við nýtt íbúaráð á komandi kjörtímabili sem og íbúasamtök Háaleitis og Íbúasamtök Bústaða og Fossvogshverfa um þetta mál sem brennur á mörgum íbúum. 

 3. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

 4. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Borgin okkar 2022 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  Samþykkt að veita AcroYoga Reykjavík styrk að upphæð kr. 148.000,- vegna verkefnisins AcroYoga Pop-up fyrir þremur viðburðum með því skilyrði að styrkþegi skili greinargerðum vegna fyrri verkefna.
  Samþykkt að veita Rauða krossinum styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna verkefnisins Walk with me stranger.
  Samþykkt að veita Félagsmiðstöðinni Hæðargarði 21 – F2455 styrk að upphæð kr. 120.000,- vegna verkefnisins Sumarhátíð Hæðargarðs.
  Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 210.000,- vegna verkefnisins Sirkussýningin Mikilvæg Mistök.
  Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 200.000,- vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrudýragerð. 
  Samþykkt að veita Félagsstarfi Hvassaleitis 56-58 og Hollvina Hvassaleitis 56-58 styrk að upphæð kr. 250.000,- vegna verkefnisins Fjölskyldudagur í Hvassaleiti 56-58 – 8. júní 2022.
  Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðagerðisskóla styrk kr. 75.000,- vegna verkefnisins Tré og sumarblóm- Gjöf á vorhátíð í þágu náttúrunnar.

  Öðrum umsóknum hafnað. 

  Fylgigögn

 5. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

  Samþykkt að verða við beiðni Foreldrafélags Breiðagerðisskóla um frestun verkefnisins Sumar og sól í hverjum tón.
  Samþykkt að veita Bjarna Hall styrk að upphæð kr. 90.000,- vegna verkefnisins Tónleikaröð fyrir aldraða fyrir þremur viðburðum.
  Samþykkt að veita Ástu Sóllilju Snorradóttur styrk að upphæð kr. 50.000,- vegna verkefnisins Fræðslufundur með Heimili og skóla - Netníð og samskipti unglinga.
  Samþykkt að veita Stefáni Helga Henrýssyni styrk að upphæð kr. 46.800,- vegna verkefnisins Stjórnun, undirleikur og söngur og gleði á söngstundum á fimmtudögum í Félagsmiðstöðinni Hæðargarði vor 2022 fyrir þremur viðburðum. 

  -    Guðrún Elísabet Ómarsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu umsókna Breiðagerðisskóla.

  Öðrum umsóknum frestað.

  Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:44

PDF útgáfa fundargerðar
29._fundagerd_ibuarads_haaleitis-_og_bustadahverfis_fra_25._mai_2022.pdf