Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 27

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2022, fimmtudaginn, 24. mars, var haldinn 27. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur - Tjarnarbúð og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Gústav Adolf Bergmann og Hilmar Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Magnúsdóttir, Baldur Pétursson og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir. Fundinn sat einnig Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarsson þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram tilnefning Íbúasamtaka Fossvogs og Bústaðahverfis í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis, Baldur Pétursson tekur sæti aðalfulltrúa í ráðinu fyrir hönd íbúasamtaka. 

  2. Fram fer kynning á Foreldraþorpinu – samráðsvettvangi foreldrafélaga í hverfinu. 

  3. Fram fer umræða um hverfishátíð í Fossvogs- og Bústaðahverfi á Sumardaginn fyrsta. 

  4. Lagt fram erindi Foreldrafélags Breiðagerðisskóla dags. 17. mars 2022 – Krafa um aukið umferðaröryggi við Breiðagerðisskóla. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun;

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða tekur heilshugar undir erindi foreldrafélags Breiðagerðisskóla; kröfu um aukið umferðaröryggi í grennd við Breiðagerðis-skóla. Skipulags- og samgönguráð er hvatt til að taka erindið til greina hið fyrsta og beita sér fyrir auknu umferðaröryggi í grennd við Breiðagerðisskóla. Of mikill hraði í götunni, þar sem eru þrír skólar; leik- grunn- og unglingaskólar sem og íbúðir og félagsstarf aldraðra er íbúum mikið áhyggjuefni. Ráðið óskar eftir því að brugðist verði við með einhverjum hætti svo sem með hraðavaraaðgerðum til að sporna við of hröðum akstri og því verði komið í framkvæmd á næstu vikum. Íbúaráðið ítrekar enn fremur fyrri bókanir um of háan umferðarhraða i hverfinu, þ.m.t. í Hæðargarði og fleiri götum. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. 

    Samþykkt

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  7. Lagðar fram umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Knattspyrnufélaginu Víking styrk að upphæð kr. 150.000,- vegna verkefnisins Hátíðarhöld á Sumardaginn fyrsta.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:15

PDF útgáfa fundargerðar
27._fundagerd_ibuarads_haaleitis-_og_bustadahverfis_fra_24._mars_2022.pdf