Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 26

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2022, fimmtudaginn, 24. febrúar, var haldinn 26. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Eldstöð Tjarnargötu 11 og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Hilmar Jónsson. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Vigdís Hauksdóttir, Baldur Pétursson og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og þau Kristinn Jakob Reimarsson og Helga Margrét Guðmundsdóttir frá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á félagsstarfi kirkjunnar í hverfunum.

    Hólmfríður Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi forstöðumanns Laugardalslaugar dags. 27. janúar 2022 vegna hugmyndasamkeppni um endurgerð laugarinnar.
    Samþykkt að fela starfsmanni að afla frekari upplýsinga um hugmyndasamkeppni. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi þjónustu- og nýsköpunarsviðs dags. 17. febrúar 2022 vegna endurskoðunar á þjónustustefnu Reykjavíkurborgar. 

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um snjómokstur á Háaleitisbraut. 
    Frestað.

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. febrúar 2022 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi  vegna lóðarinnar nr. 2 við Starmýri.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

  7. Fram fer umræða um vor- og vetrarþjónustu borgarinnar. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaða leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í tengslum við umræðu um þjónustustefnu Reykjavíkurborgar bar vor- og vetrarþjónusta borgarinnar á góma. Því vill ráðið leggja áherslu á tvo þætti í þjónustu borgarinnar. Annars vegar að hugað verði betur að niðurföllum á veturna í hláku, ekki síst utan dagvinnutíma eða þegar þörf er á. Hins vegar verði hugað að auknum þrifum á götum, þar sem mikil rykmengun gerist of oft sem m.a. má rekja til þess að þrif á götum eru ekki nægjanlega mikil, sérstaklega megin stofnbrautum og götum. Því er tillaga að hugað verði að því að lengja tímabil þrifa á götum, þannig að byrjað verði mun fyrr á vorin  (1-2 mánuðum) að þrífa götur þegar aðstæður gefa tilefni til. Auk þess verði tíðni þrifa aukin þann  tíma sem þrifið er. Einnig verði hugað að því að götur verði þrifnar allan ársins hring þegar veður og aðstæður gefa tilefni til, þar sem sveiflur í veðurfari getur skapað mikið svifryk á götum. 

  8. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Útiþrek/Kristín Steinunnardóttir

    b) Hausthátíð og ratleikur/Skátafélagið Garðbúar

    c) 17. júní og ratleikur/Skátafélagið Garðbúar

    d) Litríka stéttin/Skátafélagið Garðbúar

  9. Lagðar fram umsóknir vegna Sumarborgar 2021-hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 
    Samþykkt að verða við beiðni Skátafélagsins Garðbúa um frestun á verkefninu Hausthátíð og ratleikur.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:20

PDF útgáfa fundargerðar
26._fundagerd_ibuarads_haaleitis-_og_bustadahverfis_fra_24._februar_2022.pdf