Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 25

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2022, fimmtudaginn, 27. janúar, var haldinn 25. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.00. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Vigdís Hauksdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Kristinn Jakob Reimarssonar.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynnin á verkhönnun verkefna í Hverfið mitt – Háaleitis- og Bústaðahverfi.  

    Bragi Bergsson og Eiríkur Búi Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    16.05 tekur Gísli Kr. Björnsson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á starfsemi Borgarbókasafns í Kringlunni. 

    Guðríður Sigurbjörnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum leið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Fram fer kynning á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar í borgarhlutanum.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

    Fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Íbúasamtök Bústaða- og Fossvogshverfi fagna niðurstöðu borgarinnar í málefnum varðandi breytingatillögur við Bústaðaveg, en hvetja til formlegrar lúkningar á málinu.

    Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Vinstri grænna, fulltrúi foreldrafélaga og slembivalinn fulltrúi leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir með fulltrúum íbúasamtaka og Miðflokksins að ánægjulegt er að tekið hafi verið tillit til athugasemda íbúa, en köllum við eftir frekara samtali um þróun Bústaðavegar og hverfisins alls.

    -    17.15 víkur Gísli Kr. Björnsson af fundi og aftengist fjarfundarbúnaði. 

  5. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    a) Stjórnun söngstunda í félagsmiðstöðinni Hæðargarði/Stefán Helgi Henrýsson

    b) Fyrirmyndarvinskapur í Fossvogi/Guðný Hilmarsdóttir

    c) Æfingastudíó fyrir ungt tónlistarfólk/ Tónlistarfélag Árbæjar

Fundi slitið klukkan 17:40

PDF útgáfa fundargerðar
25._fundagerd_ibuarads_haaleitis-_og_bustadahverfis_fra_27._januar_2022.pdf