Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 24

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2021, fimmtudaginn, 16. desember, var haldinn 24. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var opinn og haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur – borgarráði og hófst kl. 16.04. Fundinn sat Dóra Magnúsdóttir og Gústav Adolf Bergmann. Eftirtaldir fulltrúar íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Gísli Kr. Björnsson og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir.  Fundinn sat einnig Eiríkur Búi Halldórsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á Betri borg fyrir börn. 

    Hákon Sigursteinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um fund Íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis um skipulagsmál á Bústaðavegi og vinnutillögur hverfisskipulags.

    Fulltrúi íbúasamtaka leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þann 8. stóðu Íbúasamtök Bústaða- og Fossvogshverfis fyrir fundi sem Dagur B. Eggertsson og Eyþór Arnalds mættu til eftir áskorun. Á fimmta hundrað manns sóttu fundinn, 90 á fundarstaðinn en 360 gegnum vefstreymi, og báðum frummælendum gefinn kostur á að tjá afstöðu sína. Fundarmenn voru samtaka í afstöðu gegn tillögunum um byggingar við Bústaðaveg, hvoru megin sem er. Gerð var tillaga um framlengingu athugasemdafrests til 1. apríl 2022, með hagsmuni húsfélaga í huga. Ljóst er því að keyrsla málsins í gegnum borgarkerfið tekur ekki tillit til íbúa þeirra fjöleignarhúsa sem eiga beina snertingu við tillögurnar. Fundurinn samþykkti tillöguna einróma, athugasemdalaust. Vilji fundarmanna er skýr, sem og almenn afstaða hverfisbúa, með tilliti til fjölda fundarmanna. Á fundi sínum í gær var fresturinn framlengdur til 7. janúar nk.. Frá þeirri ákvörðun og fram að frestlokum kemur inn jólatíð, sem veldur augljósum töfum til athugasemda. Ljóst er að þarna ráða för ólíkir hagsmunir íbúa annars vegar, og síðan embættismannakerfis borgarinnar hins vegar. Ekki fæst nokkurn veginn séð hvernig afgreiðsla málsins þjónar hagsmunum íbúanna, heldur minnir á einstrengingslega beitingu valds. Með vísan til framangreinds er þess krafist að vilji fundarins verði virtur.

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að kasta fram lítilli og skemmdri gulrót framan í íbúana. Að veita frest til 6 janúar 2022 er ekki frestur eins og beðið hefur verið um. Í fyrsta lagi er Covid og í öðru lagi erum við að ganga inn í hátíðir þar sem allir eru að sinna fjölskyldum sínum. Hér er meirihlutinn að leggja til að hagsmunaaðilar eyði hátíðunum í bréfaskriftir við borgina. Það er ekki eitt hjá þessum borgarstjóra og meirihlutanum – það er allt. Gervi samráð á gervi samráð ofan.

    -    16.37 tekur Vigdís Hauksdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði

  3. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 7. desember 2021 með umsagnarbeiðni um drög að atvinnu- og nýsköpunarstefnu Reykjavíkurborgar til 2030.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 25. nóvember 2021 um umferðarhraða á Háaleitisbraut.

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða tekur undir tillögu Albínu Huldu Pálsdóttur um lækkun hámarkshraða á tilgreindu svæði á Háaleitisbraut allri. Enn fremur er þess óskað að hraðabreyting þessi gangi í gegn hið snarasta, óháð hámarkshraðaáætlun borgarinnar.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fyrir hönd Íbúasamtakanna fordæmir stjórn þeirra afstöðu formanns Borgarráðs, Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, sem fram koma í viðtali við hana á www.mbl.is: "Mér finnst ekki gott að heyra að Sjálf¬stæðis¬flokk¬ur¬inn í Bú¬staðar¬hverfi sé að boða til fund¬ar og gera drama¬tískt póli¬tískt mál úr þessu. Mér finnst það bara ekki gott mál.“ Það er afskaplega dapurt að sjá þá afstöðu að borgarfulltrúans að „Sjálfstæðisflokkurinn í Bústaðahverfi“ hafi staðið fyrir fundinum. Ekki verður önnur ályktun dregin af þessum orðum en að annað hvort sé um mikla vanþekkingu borgarfulltrúans að ræða, eða algera vanvirðingu við fundinn og stjórn Íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis. Samtökin eru ópólitísk samtök og stjórn þeirra var lýðræðislega kjörin á fundi þeirra þ. 4. nóvember sl. Skorað er á borgarfulltrúann að draga framangreind ummæli sín til baka og viðurkenna þar með lýðræðislegt umboð fundarins út frá samþykktum félagsins, og um leið gagnvart tillögunni um framlengingu frests til 1. apríl nk. Stjórn Íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis. 

Fundi slitið klukkan 17:20

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haleitis-_og_bustada_1612.pdf