Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis
Ár 2021, fimmtudaginn,13. október, var haldinn 22. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var opinn og haldinn í þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í Efstaleiti og hófst kl. 16.10. Fundinn sat Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Vigdís Hauksdóttir, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Unnur Halldórsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á vinnutillögum hverfisskipulags í BH5 Háaleiti – Bústaðir.
Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Að halda Reykjavíkurborg í lóðaskorti með tilheyrandi hækkun fasteignaverðs er markviss stefna til að þrengja að grónum hverfum vestan Elliðaáa til að keyra þéttingarstefnuna áfram af fullum þunga þvert á vilja Reykvíkinga. Einnig er þetta bein aðför að fjölskyldubílnum. Það birtist best í hverfaskipulagi fyrir hverfin: Háaleiti-Bústaðir, Háaleiti-Múlar. Þetta er hræðileg framtíðarsýn sem minnir meira á austantjaldsborgir eins og þær voru fyrir fall kommúnistans. Blokkir á blokkir ofan nálægt umferðaræðum á stofnvegum. Veghelgunarsvæði stofnbrauta er ekki virt samkvæmt lögum og eingöngu vísað í „samtal“ við Vegagerðina en hún breytir ekki lögum. Það er verið að taka allan karakter úr þessari fallegu, grænu borg sem Reykjavíkurborg er. Í skipulaginu er ekki staðið við samgöngusáttmálann um mislæg gatnamót við Bústaðaveg/Reykjanesbraut. Upplýst var að verið er að gera hringtorg gengt Grillhúsinu/Sprengisandi sem kemur þá með að vera við hliðina á mislægu gatnamótunum. Hvaða dæmalausa vitleysa er þetta? Ekkert kemur lengur á óvart í skipulagsslysum meirihlutans.
- 16:46 tekur Hilmar Jónsson sæti á fundinum.
Ævar Harðarson frá umhverfis- og skipulagssviði tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um kosningar í íbúalýðræðisverkefninu Hverfið mitt sem lýkur þann 14. október nk.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 17:17
Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haleitis-_og_bustada_1310.pdf