Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 19

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2021, fimmtudaginn, 24. júní, var haldinn 19. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur (Tjarnarbúð) og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Fundinn sat Gústav Adolf Bergmann. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Magnússon, Vigdís Hauksdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sat einnig með Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Aðalbjörg Traustadóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á verkefnum á vettvangi þjónustumiðstöðvar Laugardals og Háaleitis, m.a. á þróunarverkefninu Tengivirkinu. 

    Helga Margrét Guðmundsdóttir og Kristín Olga Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    -    16.05 tekur Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði. 

  2. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs dags. 4. maí 2021 við fyrirspurn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um stöðu mála vegna leikskólaplássa í hverfinu, sbr. 8. liður fundargerðar ráðsins frá 25. febrúar 2021.  

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 16. júní vegna auglýsingar á tillögu að Aðalskipulagi Reykjavíkur til ársins 2040. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 29. apríl 2021 um gönguljós yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut.

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráðið tekur undir erindi Guðrúnar Nínu Petersen um of skammvinn gönguljós yfir Kringlumýrarbraut við Listabraut. Það er óásættanlegt að gangandi vegfarendur og þau sem þvera þungar umferðargötur séu settir í annað sætið á eftir bílaumferð þegar kemur að því að komast yfir á grænu ljósi. Íbúaráðinu hefur ítrekað borist ábendingar um þennan vanda víðs vegar í hverfum borgarhlutans Háaleiti/Bústaðir, borgarhluta sem er rammaður inn af umferðarþungum götum, og því ljóst að þetta angrar íbúa hverfisins töluvert. Það er slæmt þegar fullorðið fólk getur ekki gengið rösklega yfir en staðan er sýnu verri þegar kemur að ungum börnum sem taka græna ljósið alvarlega og fólki sem ekki fer hratt yfir sökum aldurs eða fötlunar. Íbúaráðið óskar eftir umhverfis- og skipulagsráð taki þessa athugasemd Guðrúnar Nínu til greina,  sem og aðrar sambærilega sem ráðið hefur sent frá sér síðustu mánuði.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um umferðarhraða við Háaleitisbraut. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. 

Fundi slitið klukkan 16:54

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haleitis-_og_bustada_2406.pdf