Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 18

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2021, fimmtudaginn, 27. maí, var haldinn 18. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur (borgarráð) og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Fundinn sat Gústav Adolf Bergmann. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Magnússon, Vigdís Hauksdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sat einnig með Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Aðalbjörg Traustadóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 5. maí 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á fyrirkomulagi kosninga í borgarhlutanum. 

    Bjarni Þóroddsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Lagðar fram tillögur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis vegna fjárfestinga- og viðhaldsáætlunar Reykjavíkurborgar. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021- drög að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínunnar og tillagna að staðsetningu kjarnastöðva, sbr 4. liður fundargerðar ráðsins frá 25. mars 2021. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 18. maí 2021 vegna skipulagslýsingar fyrir nýtt deiliskipulag götureits Lágmúla, Háaleitisbraut, Kringlumýrarbraut, Suðurlandsbraut staðgreinireitur 1.260.

    Samþykkt að fela starfsmanni íbúaráða að óska eftir kynningu á verkefninu og þeim hugmyndum sem í því felast þegar lengra er liðið á skipulagsferlið.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram umsögn skrifstofu samgöngustjóra dags. 27. apríl 2021 um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði um bætt umferðaröryggi við Álmgerði.

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða tekur undir umrædda tillögu og vekur athygli á því að Álmgerði er gata sem tekur við af Hæðargarði (við gatnamót Grensásvegar)  og sá vandi sem tíundaður er í tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks um bætt umferðaröryggi við Álmgerði á ekki síður við um Hæðargarð. Þar er einnig 30 km hámarkshraði á klst. og um það bil helmingur bíla skv. mælingum aka þar of hratt. Að auki standa við Hæðargarð bæði grunnskóli og leikskóli og grunnskóli unglingastigs við enda götunnar. Ráðið óskar því eftir að aðgerðir við Álmgerði verði skoðaðar heildstætt með Hæðargarði.

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Jóni Bjarna Friðrikssyni styrk að upphæð kr. 200.000-, vegna verkefnisins Hjólaþrautir í 103. 

    Samþykkt að veita Taflfélagi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 100.000-, vegna verkefnisins Sumarskák Taflfélags Reykjavíkur. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Fossvogsskóla styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins Tónlistarhátíð íbúa og gesta í borgarhluta 5. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Hvassaleitsskóla styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins Tónlistarhátíð íbúa og gesta í borgarhluta 5.

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Borgin okkar 2021 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Steinari Fjeldsted styrk að upphæð kr. 85.000-, vegna verkefnisins Bretti, tónlist og grill fyrir mat og hljóðkerfi.

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Hvassaleitisskóla styrk að upphæð kr. 400.000-, vegna verkefnisins Fjölskyldujóga í sumar. 

    Samþykkt að veita Sirkus Ananas styrk að upphæð kr. 170.000-, vegna verkefnisins Glappakast sirkussýning. 

    Samþykkt að veita Amöndu Tyahur styrk að upphæð kr. 120.000-, vegna verkefnisins Mural. 

    Samþykkt að veita Hlín Magnúsdóttur Njarðvík styrk að upphæð kr. 200.000-, vegna verkefnisins Stóri leikvöllurinn. 

    Samþykkt að veita Einari B. Árnasyni styrk að upphæð kr. 177.000-, vegna verkefnisins Sumar Akró pop up. 

    Samþykkt að veita Skátafélaginu Garðbúum styrk að upphæð kr. 500.000-, vegna verkefnisins Hátíðarhöld á 17. júní. 

    Samþykkt að veita Skátafélaginu Garðbúum styrk að upphæð kr. 230.000-, vegna verkefnisins Hausthátíð og ratleikur. 

    Samþykkt að veita Gerði Jónsdóttur styrk að upphæð kr. 320.000-, vegna verkefnisins Hvassaleiti-Hverfishátíð 2021. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Breiðagerðisskóla styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins Sumar og sól í hverjum tón - Tónlistarhátíð íbúa og gesta í borgarhluta 5. 

    Samþykkt að veita Foreldrafélagi Álftamýrarskóla styrk að upphæð kr. 450.000-, vegna verkefnisins Tónlistar- og viðburðarhátíð íbúa og gesta í borgarhluta 5. 

    Samþykkt að veita Taktur & sköpun Ehf / PÚLZ styrk að upphæð kr. 185.000-, vegna verkefnisins Tónlistarspuni með allri fjölskyldunni. 

    Samþykkt að veita Kristínu Steinarsdóttur styrk að upphæð kr. 80.000-, vegna verkefnisins Útiþrek. 

    Samþykkt að veita Daníel Sigríðarsyni styrk að upphæð kr. 100.000-, vegna verkefnisins Vinnustofa í blöðrugerð. 

    Öðrum umsóknum hafnað.

    -    17.19 Guðrún Elísabet Ómarsdóttir víkur af fundi.

    -    17.23 Guðrún Elísabet Ómarsdóttir tekur sæti á fundinum að nýju með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:51

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haleitis-_og_bustada_2705.pdf