Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 16

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2021, fimmtudaginn, 29. apríl, var haldinn 16. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur (Tjarnarbúð) og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.01. Fundinn sat Gústav Adolf Bergmann. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Gunnar Alexander Ólafsson, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Jón Hjaltalín Magnússon. Fundinn sat einnig með Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Aðalbjörg Traustadóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um tillögur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis að fjárfestinga og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.

    Samþykkt að ráðið vinni sameiginlega að tillögum vegna fjárfestingar- og viðhaldsáætlunar og skili fyrir tilskilinn frest þann 19. maí. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um tillögu skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar, dags. 18. mars 2021, um umferðaröryggisaðgerðir í Reykjavík 2021.

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða lýsir ánægju með fyrirhugaðar breytingar á Háaleitisbraut og Sogavegi enda munu þær auka umferðaröryggi íbúa hverfisins.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram sameiginlegt bréf foreldrafélaga í hverfinu dags. 17. mars 2021 um ástand skólamannvirkja í borgarhlutanum. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða tekur undir beiðni foreldrafélaganna í grunnskólum hverfanna og óskar eftir því að niðurstöður úr ástandsskoðunum og úttektum á grunnskólum hverfanna sem þegar hafa verið framkvæmdar verðir gerðar opinberar.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um athugasemdir íbúa við Brekkugerði og Stóragerði 27 við tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla. 

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  6. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita Stefáni Helga Henrýssyni styrk að upphæð kr. 66.000-, vegna verkefnisins Stjórnun söngstundar í félagsmiðstöðinni Hæðargarði árið 2021 (bæði vorönn og haustönn) fyrir bensínkostnaði og launakostnaði fyrir þrjú skipti á vorönn til samræmis við úthlutunarreglur. 

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 17:09

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haleitis-_og_bustada_2904.pdf