Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 15

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2021, fimmtudaginn, 25. mars, var haldinn 15. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Vigdís Hauksdóttir, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sat einnig með Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um grasslátt, snjómokstur og hreinsun gatna í borgarhlutanum auk yfirferðar með borgarvefsjá.

    -    Kl. 16.02 Vigdís Hauksdóttir víkur af fundi. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 16. febrúar 2021 í borgarráði um Borgina okkar 2021, þar sem gert er ráð fyrir 30 milljón kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfunum sem íbúaráð úthluta.

    -    KL. 16:26 Vigdís Hauksdóttir tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.  

    Fylgigögn

  3. Lagt fram erindi stýrihóps um aðgengisstefnu dags. 3. mars 2021 vegna vinnu við aðgengisstefnu og opnun samráðsvettvangs á betrireykjavik.is.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 19. febrúar 2021 vegna draga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna tillögu að legu Borgarlínu og tillögu að staðsetningu kjarnastöðva. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 12. febrúar 2021 – útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 13. janúar 2021 vegna Furugerðis 23.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 25. janúar 2021 – útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 16. desember 2020 vegna Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Stefna um íbúðarbyggð. 

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 17:09

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fg_2503_nr_15.pdf