Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 14

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2021, fimmtudaginn, 25. febrúar, var haldinn 14. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin með á Tjarnargötu 12 og með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.02. Viðstaddur var Gústav Adolf Bergmann. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Magnúsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sat einnig með Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Helga Margrét Guðmundsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. febrúar 2021 - Heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi - notkun fjarfundabúnaðar, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á hverfisskipulagi í Reykjavík og hvað felst í hverfisskipulagi. 

    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á starfsemi frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar. 

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf- skóla og frístundaráðs, dags. 18. janúar 2021, til borgarráðs vegna undirbúnings stofnunar nýs leikskóla í Safamýri 5, ásamt fylgiskjölum.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 17. febrúar 2021 vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hvassaleitisskóla.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  7. Fram fer umræða um fastan fundartíma í apríl.

    Samþykkt að reglulegur fundur ráðsins í apríl fari fram þann 29. apríl.

  8. Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða óskar eftir að fá upplýsingar um hvenær ætla má að hægt verði að bjóða öllum 18 mánaða börnum leikskólapláss í hverfunum og tímaáætlun um fjölgun leikskólaplássa.

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

Fundi slitið klukkan 17:43

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
fg_2502_nr_14.pdf