Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 13

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2021, fimmtudaginn, 28. janúar, var haldinn 13. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Guðrún Elísabet Ómarsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Aðalbjörg Traustadóttir.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram sameiginlegar tilnefningar foreldrafélaga í hverfinu um fulltrúa í íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis. Guðrún Elísabet Ómarsdóttir tekur sæti aðalmanns fulltrúa foreldrafélaga í hverfinu í stað Bylgju Björnsdóttur sem tekur sæti varamanns í stað Valgerðar S. Pálsdóttur.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á framkvæmdum neðst á Bústaðavegi. 

    Kristinn Arnbjörnsson og Róbert Guðmundur Eyjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um málefni Breiðagerðisskóla. 

    -    Kl. 16.30 tekur Sólveig Bjarney Daníelsdóttir sæti á fundinum. 

  4. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 28. janúar 2020 um Stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. 

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 18. janúar 2021 um umferðarhraða í Álmgerði og Hlyngerði.

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða tekur undir áhyggjur íbúa vegna umferðarhraða í Álmgerði. Gatan tekur við af Hæðargarði vestan Grensásvegar og hafa íbúar ítrekað látið í ljós áhyggjur sínar vegna umferðarhraða í götunum. Nú síðast á þræði í íbúagrúppu Bústaða (108 RVK – hverfagrúbba) á Facebook 26. janúar (252 læk og 48 ummæli) þar sem íbúar eru allir á sama máli. Sá hraðakstur sem íbúi tíundar er á pari við of hraðan akstur í Hæðargarði og ræddur var á vettvangi Hverfisráðs Háaleitis og Bústaða í nokkur skipti 2014 – 2018 en ekki þótti ástæða til að bregðast við þó í götunni sé leikskóli, grunnskóli og félagsmiðstöð aldraðra og mikið um börn og eldri borgara á gangi. Íbúaráð Háaleitis og Bústaða fer þess á leit að farið verði í umfangsmiklar hraðamælingar í Álmgerði og Hæðargarði og lausnir skoðaðar hið fyrsta til að draga úr of hröðum akstri á þessum götum vegna ítrekaðra óska íbúa. Með vísan í ályktun foreldrafélags Réttarholtsskóla dags. 28.1.2021 þar sem lýst er of miklum umferðarhraða í ofangreindum götum ásamt Sogavegi og Réttarholtsvegi óskar ráðið eftir að síðastnefndu göturnar verði hluti af hraðamælingum. Ráðið óskar eftir að fá niðurstöður mælinga eins fljótt og kostur er.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu dags. 18. janúar 2021 um umferðarhraða á Háaleitisbraut.

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða fer þess á leit að farið verði í ítarlegar mælingar á umferðarhraða á syðri hluta Háaleitisbrautar. Brautin er tvær reinar á hvora átt á þessum kafla, og líkist hraðbraut í miðju íbúðahverfi. Sumir íbúar sem búa nálægt telja að bílar aki þarna í sumum tilfellum mjög hratt. Syðri hluti Háaleitisbrautar er í miðju íbúðahverfi og fjölmörg börn fara yfir götuna á degi hverjum til að fara í skóla og tómstundir og því mikilvægt að hraðinn verði mældur og gripið verði til aðgerða fljótt reynist hraðinn vera eins mikill og íbúa telja.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram erindi íbúa dags. 29. desember 2020 um skipulagsmál á horni Safamýrar og Háaleitisbrautar.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um málefni hverfisins

Fundi slitið klukkan 17:41

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haleitis-_og_bustada_2801.pdf