Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 12

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2020, fimmtudaginn, 17. desember, var haldinn 12. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Vigdís Hauksdóttir, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Bylgja Björnsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Aðalbjörg Traustadóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á skipulagsvinnu á Orkureitnum. 

    Sverrir Bollason, Samúel Torfi Pétursson, Íris Þórarinsdóttir og Kristján Ásgeirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu ódags. um hraðakstur og bílaumferð á Bústaðavegi. 

    Fulltrúi Samfylkingar, fulltrúi Vinstri grænna, fulltrúi íbúasamtaka, fulltrúi foreldrafélaga og fulltrúi slembivalinna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Háaleitis og Bústaða tekur undir áhyggjur íbúa í Bústaðahverfi, Haraldar Karlssonar, í bréfi sem hann sendi ráðinu 10. des. sl.  Formanni ráðsins hafa oftsinnis borist til eyrna áhyggjur íbúa, einkum foreldra af miklum umferðarhraða á Bústaðavegi, enda fara mörg börn og ungmenni yfir veginn á degi hverjum úr Bústaðahverfinu til æfinga hjá Víking í Fossvogsdalnum. Einnig fer töluverður fjöldi ungmenna á hverjum degi úr Fossvoginum í Réttarholtsskólann, fyrir utan aðra umferð gangandi og hjólandi.  Einnig hafa íbúar tekið eftir að  ökumenn veita ekki alltaf gangandi vegfarendum á gangbrautum og gönguljósum eftirtekt sökum mikils ökuhraða. Íbúaráðið fer þess á leit að umferðarhraði á Bústaðavegi verður lækkaður niður í 30 km/klst hið fyrsta að setji þar hag barna, ungmenna og annara gangandi og hjólandi vegfarenda í hverfinu í forgang. Einnig að lýsing við gangbrautir verði bætt sem og aðrar hugsanlegar heildrænar aðgerðir til að auka öryggi gangandi vegfarenda í og við Bústaðaveg.

    Fulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Miðflokksins leggst gegn því að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi. Síðastliðin 5 ár hafa engin slys orðið þar sem ekið er á gangandi vegfarendur á þessum hluta Bústaðarvegar, fyrir utan eitt sem átti sér stað kl. 02:35 þar sem ekið var á gangandi vegfaranda sem stóð út á miðri akbraut við sjoppuna á gatnamótum Bústaðavegar og Sogavegar. Aðalástæðan að mikil umferð er á Bústaðaveginum er vegna umferðarteppu sem búið er að skapa með ljósastýringarþrenginarstefnu meirihlutans og fólk veigrar sér við að aka Miklubraut og aðrar stofnæðar Reykjavíkurborgar. Þar sem er fólk og þar sem eru bílar er alltaf ákveðin hætt á slysum og ber hver ábyrgð á sjálfum sér í þeim efnum. Það var ákvörðun borgarstjóra og meirihlutans að lækka götulýsingu úr 50 LÚX í 20 LÚX fyrir skömmu. Það eitt og sér hefur skapað ómælda slysahættu langt umfram 50 km hámarkshraða í borginni allri. Til þess að tryggja öryggi gangandi vegfaranda sem best er farsælast að leysa götuþveranir með göngubrúm eða göngum undir stofnvegi.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Blesugrófar vegna lóðanna nr. 30 og 32 við Blesugróf.

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um málefni hverfisins

  5. Lagðar fram greinargerðir vegna styrkja úr Sumarborg 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins var lokaður. 

    a) Skátasamband Íslands - Hoppandi fjör við sundlaugar
    b) Hverfisratleikur Fossvogsprestakalls og skátafélagsins Garðbúar

Fundi slitið klukkan 17:59

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_1712.pdf