Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 10

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2020, fimmtudaginn, 29. október, var haldinn 10. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldin með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 16.04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Dóra Magnúsdóttir, Gústav Adolf Bergmann, Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir, Bylgja Björnsdóttir og Hilmar Jónsson. Fundinn sátu einnig með fjarfundarbúnaði Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Aðalbjörg Traustadóttir.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á málefnum Víkings og flutningi á starfsemi í Safamýri.

    Björn Einarsson, Vilhjálmur Jens Árnason og Fannar Helgi Rúnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    16:15. Vigdís Hauksdóttir tekur sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á löggæslu í hverfinu og umræður um áhyggjur íbúa vegna innbrota. 

    Guðrún Jack og Helga Margrét Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

  3. Lagt fram erindi íbúa í hverfinu, dags. 1. september 2020 um hraðaminnkandi aðgerðir neðarlega í Breiðagerði. 

    Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Háleitis og Bústaða tekur undir með íbúa vegna óska um hraðahindrun í Breiðagerði vegna mikils hraða bíla sem aka niður brekku í íbúðagötu sem að auki stendur við skóla. Eftirfarandi svar barst vegna málsins frá ábendingavef: "Við höfum sett hraðatakmarkandi aðgerðir á lista yfir umferðaröryggisaðgerðir sem forgangsraðað er af eftir fjármagni sem fæst í málaflokkinn og mati á tíðni og alvarleika atvika." Íbúaráðið lítur svo á að hérna sé komin tillaga sem lögð er fram af íbúa um stað þar sem fyrirsjáanlegt sé að slys geti orðið. Hér sé því tækifæri fyrir borgina til þess að bregðast við áður en slys verða. Íbúaráðið óskar eftir að því að þetta mál verði skoðað af alvöru hið fyrsta enda ólíklegt að framkvæmdin sé kostnaðarsöm. Hins vegar skiptir hraðahindrun eins og þarna er óskað eftir miklu máli fyrir íbúa og skólabörn í hverfinu.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 15. október 2020 – drög að tillögum að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkurborgar 2010-2030, endurskoðun á stefnu um íbúðarbyggð og blandaða byggð og framlenging skipulagstímabils til ársins 2040

    Samþykkt að óska eftir framlengingu á fresti til athugasemda fram yfir næsta formlega fund ráðsins þann 26. nóvember næstkomandi. 

    -     Kl. 17:46. víkur Vigdís Hauksdóttir af fundi.

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

Fundi slitið klukkan 17:59

Jóhanna Kristín Jóhannesdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_haaleitis_og_bustadahverfis_2910.pdf