Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr.1

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2019, miðvikudaginn 20. nóvember, var haldinn 1. fundur Íbúaráð Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Rimaskóla og hófst klukkan 14:32. Viðstödd voru Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson, Sævar Reykjalín. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Heimir Snær Guðmundsson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. september 2019, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 3. september var samþykkt að Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir taki sæti í íbúaráði Grafarvogs og að Sigurður Hólm, Rannveig Ernudóttir og Trausti Harðarson taki sæti sem varamenn í ráðinu. Jafnframt var samþykkt að Ásmundur Jóhannsson verði formaður ráðsins.

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram tilnefningar íbúasamtaka dags. 14. október og foreldrafélaga dags. 29. september 2019. Fyrir hönd íbúasamtaka er Árni Guðmundsson aðalmaður og varamaður Stefán Garðarson. Lögð fram tilnefning foreldrafélaga. Fyrir hönd foreldrafélaga er aðalfulltrúi Sævar Reykjalín og varamaður Baldvin Örn Berndsen.

    Fylgigögn

  3. Lagt til að Árni Guðmundsson verði varaformaður ráðsins.

    Samþykkt.

  4. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. júní 2019, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 18. júní á 8. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 14. júní 2019, samþykkt fyrir íbúaráð Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð með tillögum hópsins, dags. 24. apríl  2019, sem samþykktar voru á fundi borgarstjórnar þann 7. maí 2019.

    Fulltrúi íbúasamtaka, Árni Guðmundsson leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs harmar þá ákvörðun borgarstjórnar á síðasta ári að leggja niður starfandi hverfaráð áður ljóst væri hvað tæki við og hvenær. Nú eru u.þ.b. 19 mánuðir síðan síðasta hverfaráð kom saman og mjög mörg mál hafa komið upp á þeim tíma sem ráðið hefði þurft að fjalla um. Við bendum t.d. á skólamál og verkefnavalið í Betri hverfi. Stjórnin harmar einnig það upplýsingaleysi sem verið hefur varðandi málefni hverfaráðs/íbúaráðs, t.d. kom engin tilkynning til fulltrúa eða þeirra samtaka sem áttu áheyrnarfulltrúa í hverfaráðinu að það hefði verið lagt niður.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðsins. 

    Samþykkt að fulltrúar ráðsins skili inn nöfnum í bakhópa til starfsmanns íbúaráða fyrir næsta fund.

  7. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. ágúst 2019, þar sem breytingar á úthlutunarreglum hverfissjóðs er vísað til umsagnar hverfisráða, sbr. 5. lið fundargerðar mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs frá 12. september.

    Frestað.

    Fylgigögn

  8. Fram fer kynning á tillögum um breytingar á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, Valgerður Sigurðardóttir leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggst alfarið á móti tillögum um breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi. Ekkert raunverulegt samráð hefur átt sér stað við foreldra, nemendur og starfsfólk skólanna eins og umsagnir, greinaskrif og tölvupóstar frá skólasamfélaginu vitna um. Þá hafa nemendur bent á að lýðræðisleg aðkoma þeirra hafi ekki verið virt og séð ástæðu til að stíga fram í fjölmiðlum til að biðla til skólayfirvalda í borginni um að loka ekki skólanum. Ekkert er hlustað á vilja allra þessara aðila og keyra á þessa ákvörðun í gegn þvert á vilja íbúa. Að auki hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn komið með ýmsar tillögur til að tryggja áframhaldandi skólastarf s.s. samrekstur leik- og grunnskóla, fjölgun árganga í skólanum og að byggð verði þétt í Staðahverfi. Ekkert hefur heldur verið hlustað á þessar hugmyndir. Það ætti að vera sjálfsagður hlutur að til staðar sé skóli í hverju hverfi enda um lögboðna þjónustu að ræða. Það skýtur svolítið skökku við að á sama tíma og verið er að leggja niður skóla í einu hverfi er verið að fara í hönnunarsamkeppni með skóla í hverfi sem enn er ekki til eins og nýtt hverfi í Skerjafirði

    Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  10. Lagðar fram til afgreiðslu styrkumsóknir í hverfissjóð.

    Samþykkt að veita Skákdeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 50.000,- vegna vikulegra skákæfinga. 

    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr. 500.000,- vegna kaupa á æfingabúnaði. 

    Valgerður Sigurðardóttir víkur af fundi undir þessum lið.

    Samþykkt var að loka fundi ráðsins undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs:

    Ráðið óskar eftir upplýsingum um úthlutanir úr hverfissjóði síðustu þrjú ár, sundurliðað eftir árum og einstökum úthlutunum. Einnig er óskað eftir upplýsingum um umsóknir í hverfissjóð á þessu ári og eftir atvikum samþykktum umsóknum á þessu ári.

    Vísað til meðferðar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa Samfylkingar, Ásmundar Jóhannssonar: 

    Í ljósi samþykktar tillögu  um framtíðarskipan skóla- og frístundarstarfs í norðanverðum Grafarvogi og meðfylgjandi samgöngubóta, er óskað eftir að íbúaráð Grafarvogs kalli eftir því að opinn samráðsfundur um samgöngubætur og stöðu mála verði haldinn fyrir íbúa og þá sem tillöguna varðar með fulltrúum Reykjavíkurborgar. Yrði þessi fundur haldinn sem fyrst, í síðasta lagi í febrúar.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 19:20

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_2011.pdf