Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 9

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2020, miðvikudaginn, 2. september 2020, var haldinn 9. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17:04. Fundinn sat Ásmundur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Sævar Reykjalín. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigþórsdóttir sem tók sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf dags. 2. september 2020 um val á slembivöldum fulltrúa í íbúaráð Grafarvogs. Aðalfulltrúi slembivalinna er Aldís Ósk Björnsdóttir Diego. 

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs býður Aldísi velkomna og hlakkar til komandi samstarfs.

    -    Kl. 17.07. Aldís Ósk Björnsdóttir Diego tekur sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 1. september 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á starfsemi þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness og samstarfi við íbúaráð Grafarvogs.

  4. Lagt fram svar íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar dags. 7. júlí við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um framtíðarskipulag knattspyrnuvalla hjá Fjölni, sbr. 10 lið fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs frá 24. júní 2020.  
    Samþykkt að fela formanni að svara bréfi íþrótta- og tómstundasviðs og leita frekari svara um framtíðarskipulagi knattspyrnuvalla hjá Fjölni.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 20. ágúst við fyrirspurn íbúaráðs Grafarvogs um samgöngubætur vegna breyttrar skólaskipunar í norðanverðum Grafarvogi, sbr. 4. lið fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs frá 25. maí 2020. 

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Óskað er eftir því að formaður skóla- og frístundaráðs, Skúli Helgason, mæti á næsta fund íbúaráðs Grafarvogs og svari þeim fjölmörgu spurningum sem vaknað hafa hjá íbúum hverfisins tengdum skólasameiningum og samgöngubótum í norðanverðum Grafarvogi.

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram athugasemdir íbúaráðs Grafarvogs dags. 24. júní 2020 vegna draga að tillögum á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs – Ártúnshöfði, austurhluti dags. 17. júlí 2020.

    Fylgigögn

  8. Fram fer umræða um tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skipulags- og samgönguráði dags. 30. janúar 2019 um umferðaröryggi gangandi og skólabarna í Hamrahverfi. 

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um tilraunaverkefni með moltutunnur í Hamrahverfi.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um óánægju íbúa í Grafarvogi með Moltugerð Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráð Grafarvogs skorar á borgaryfirvöld að gera nú þegar þær ráðstafanir sem þarf til að uppræta ólykt frá sorpþjónustu sem starfrækt er á Gufunessvæðinu. Íbúar hafa kvartað um ólykt frá svæðinu árum saman án þess að brugðist hafi verið við. Ástandið hefur verið það  slæmt nú í  sumar að ekki verður lengur við unað. Við óskum eftir upplýsingum strax hvernig brottflutningi rotnandi efna og hreinsunar svæðisins verður háttað.

    Fylgigögn

  11. Lagður fram bakhópslisti íbúaráðs Grafarvogs ódags.

  12. Fram fer umræða um málefni hverfisins. Þessi liður fundarins er lokaður.

  13. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. 
    Samþykkt að veita verkefninu Æfingastúdíó fyrir ungt tónlistarfólk styrk að upphæð kr.350.000-.

    Fylgigögn

  14. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 – hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður.  
    Samþykkt að veita verkefninu Petanque kennsla í Gufunesbæ styrkt að upphæð kr. 50.000,-.
    Samþykkt að veita verkefninu Tónleikabomba í lauginni styrk að upphæð kr. 120.000,-.
    Öðrum umsóknum hafnað

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:59

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0209.pdf