Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 8

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2020, miðvikudaginn, 24. júní 2020, var haldinn 8. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Þjónustumiðstöð Grafarvogs, Miðgarði og hófst kl. 17:01. Fundinn sat Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Baldvin Örn Berndsen. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg H. Sigþórsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. júní 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um framtíðarsýn fyrir æfingasvæði Fjölnis.

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 3. júní 2020 varðandi drög að tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur, í drögunum er skerpt á heimildum er varða sérstök búsetuúrræði innan mismunandi landnotkunarsvæða aðalskipulagsins.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs dags. 12. maí 2020 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða – Eystri vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. 

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 12. maí 2020 varðandi vorhreinsun á götum og gönguleiðum í hverfinu.

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um aðkomu íbúaráðs Grafarvogs að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Reykjavíkurborgar.

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Formanni í nánu samráði við ráðið falið að vinna málið áfram og skila ábendingum íbúaráðsins til starfsmanns íbúaráða fyrir lok mánaðarins. 
    Samþykkt.

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Umsóknum hafnað.

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir vegna Sumarborgar 2020 - hverfin. Þessi liður fundarins er lokaður

    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr. 62.500,- vegna verkefnisins Hoppandi fjör við sundlaugar í Reykjavík. 
    Samþykkt að veita barna- og unglingaráði handknattleiksdeildar Fjölnis styrk að upphæð kr.200.000,- vegna verkefnisins Vorhátíð handknattleiksdeildar Fjölnis. 
    Samþykkt að veita verkefninu Ungmennaráð Grafarvogs í samvinnu við Frístundamiðstöðina Gufunesbæ (tónleikar/viðburðir í Gufunesbæ) styrk að upphæð kr. 700.000,-.
    Samþykkt að veita verkefninu SumarYoga PopUp 2 (Acro) styrk að upphæð kr. 236.000,-
    Samþykkt að veita Skátasambandi Reykjavíkur styrk að upphæð kr.500.000,- vegna verkefnisins Pop up leikvöllur, með því skilyrði að fjórir viðburðir fari fram. 
    Samþykkt að veita Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ styrk að upphæð kr.300.000,- vegna verkefnisins Dansað í sumarfrístund. 
    Samþykkt að veita Skákdeild Fjölnis styrkt að upphæð kr.500.000,- vegna verkefnisins Skákbúðir Fjölnis 2020. 
    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrkt að upphæð kr.150.000,- vegna verkefnisins Fjölnishlaupið 2020. 
    Samþykkt að veita Frjálsíþróttadeild Fjölnis styrk að upphæð kr.80.000,- vegna verkefnisins Vormót Fjölnis – 2020. 
    Samþykkt að veita Hinu Húsinu styrk að upphæð kr.600.000,- vegna verkefnisins Fimmtudagsforleikur í hverfum borgarinnar. 
    Samþykkt að veita verkefninu Dansandi sumar í Reykjavík styrk að upphæð kr.130.000,-

    -    18.00 Valgerður Sigurðardóttir víkur af fundi. 
    -    18.05 Valgerður Sigurðardóttir tekur sæti á fundi.

    Fylgigögn

  10. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Íbúaráð Grafarvogs óskar eftir upplýsingum varðandi framtíðarskipulag knattspyrnuvalla fyrir Ungmennafélagið Fjölni í Grafarvogi. Knattspyrnuvöllurinn í Dalhúsum er með vallarleyfi frá KSÍ til 31.12.2020 með undanþágu um að framkvæmdaráætlun liggi fyrir lok árs 2020 samkvæmt fundargerð stjórnarfundar KSÍ þann 28. mars síðastliðinn. Hver er framtíðarsýn Reykjavíkurborgar og liggur fyrir framkvæmdaráætlun vegna annarsvegar uppbyggingu Fjölnis í Dalhúsum eða uppbyggingu Fjölnis og Egilshallar hins vegar? Liggur fyrir fjármagn til að styðja við frekari uppbyggingu á öðrum hvorum staðnum og ef svo er, hve há er sú upphæð?

    Vísað til umsagna íþrótta- og tómstundasviðs.

Fundi slitið klukkan 18:15

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_2406.pdf