Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 7

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2020, mánudaginn, 25. maí 2020, var haldinn 7. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn á Tjarnargötu 12, Eldstöð og hófst kl. 17:00. Fundinn sat Ásmundur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Sævar Reykjalín. Fundinn sat einnig Anna Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á innleiðingarvinnu vegna breytinga á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi. 

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks, fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi foreldrafélags í íbúaráði Grafarvogs leggja fram svohljóðandi bókun:

    Skorað er á Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar að endurskoða og afturkalla hugmyndir um lokun og sameiningar skóla í Grafarvogi í ljósi þess hve illa undirbúningur vegna fyrirhugaða breytingar hafa gengið. Hópar hafa aðeins fundað tvisvar og ekki er búið að fastráða starfsfólk (að stjórnendum undaskildum). Ekki er búið að fara fram mat á nauðsynlegum fjárfestingum í tölvubúnaði eða húsgögnum né hefur sá hluti verið boðinn út. Engar framkvæmdir til að bæta öryggi gangandi og hjólandi hafa verið lagðar fram í borgarstjórn né þau verk verið boðin út. Ekkert “nýtt” námsefni hefur verið lagt fram eða yfirfarið eins og stóð til varðandi “Nýsköpunarskólan” sem til stóð að stofna og svo mætti lengja telja. Í dag eru um 14 dagar þangað til skólarnir loka vegna sumarfría og því er ljóst að tíminn er ekki nægur til þess að framkvæma það sem þarf að gera svo að sómi sé af. Leggur við til aðfyrirhugaðar breytingar verði afturkallaðar og málið yfirfarið. Ef borginn ætlar að halda áfram með fyrirhugaðar breytingar þrátt fyrir augljósa annmarka á ferlinu öllu óska fulltrúa eftir því að strax verði hafnar formlegar viðræður við Hjallastefnuna um það að taka yfir rekstur Kelduskóla Korpu og reka þar grunnskóla fyrir 1- 7 bekk.

    Soffía Pálsdóttir og Soffía Vagnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer umræða um samgöngubætur vegna breytinga á skóla- og frístundastarfi í norðanverðum Grafarvogi.

  3. Fram fer umræða um framtíð Sorpu á Sævarhöfða. 

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram eftirfarandi bókun:
     
    Undanfarin ári hefur það margsinnis gerst, vegna mikillar umferðar að Endurvinnslustöð Sorpu við Sævarhöfða 21, að umferðarteppa myndist á Sævarhöfða með tilheyrandi óþægindum við íbúa Bryggjuhverfis. Hafa þessar umferðarteppu valdið áhyggjum meðal íbúðahverfisins, meðal annars vegna skertar aðkomu neyðarbíla. Einnig hefur lögregla komið að endurvinnslustöðina vegna teppunnar, voru tilmæli hennar að betra skipulagi þyrfti að koma á röðina annars yrði stöðinni lokað meðan umferðin væri mikil. Skorar því íbúaráð Grafarvogs á samgöngu- og skipulagsráð ásamt umhverfis- og skipulagssviði að finni sæmandi lausn á þessum vanda, t.d. með beygju akrein fyrir bíðandi bíla, meðan Endurvinnslustöð er til staðar á Sævarhöfða 21 og Sævarhöfði helsta aðkoma að Bryggjuhverfi.

    Fylgigögn

  4. Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvaða samgöngubætur er áætlaði að verði framkvæmdar í tengslum við breyta skólaskipan í norðanverðum Grafarvogi. Hvar eru þær staðsettar í hönnunarferli? Og hvenær lýkur frumhönnun? Hvenær er áætlað að framkvæmdirnar fari í útboð?

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

Fundi slitið klukkan 18:03

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_2505.pdf