Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 6

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2020, miðvikudaginn, 6. maí 2020, var haldinn 6. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 17:05. Fundinn sat Ásmundur Jóhannsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Sævar Reykjalín. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ingibjörg Þ. Sigurþórsdóttir sem sat fundinn með fjarfundarbúnaði.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram fram bréf til nefnda og ráða Reykjavíkurborgar frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 29. apríl 2020, um samþykkt borgarstjórnar á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitastjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélögum – notkun fjarfundarbúnaðar.

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á smáhýsum sem tímabundnu búsetuúrræði. 

    Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar dags. 30. mars 2020 vegna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfði - Eystri vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi. 

    Formanni í samráði við ráðið falið að kanna málið betur og eftir atvikum skila inn athugasemdum áður en frestur rennur út.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf stýrihóps um innleiðingu íbúaráða dags.18. febrúar 2020 um tillögu Flokks fólksins um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga borgarstjóra dags. 28. apríl 2020 sem samþykkt var í borgarráði sbr. 23. lið fundargerðar ráðsins 30. apríl 2020. Í tillögunni er íbúaráðum borgarinnar veittar 30 milljónum kr. til að úthluta til verkefna sem hafa það að markmiði að efla hverfisanda, mannlíf og menningu sumarið 2020.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. mars 2020 við fyrirspurn íbúaráðs Breiðholts um aðgang að lokaskýrslum vegna styrkja úr hverfissjóði.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 16. apríl 2020 og svar skrifstofu umhverfisgæða dags. 30. apríl 2020 um framtíð Sorpu á Sævarhöfða.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram útskrift úr gerðabók skipulags- og samgönguráðs frá 26. febrúar 2020 varðandi málefni lóðarinnar nr. 42 við Funafold.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram verkáætlun Reykjavíkurborgar ódags. um vorhreinsanir á götum og gönguleiðum í hverfinu. 

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs harmar það hversu illa Reykjavíkurborg er að standa sig í þrifum á götum og stígum í Grafarvogi. Aftur eru hverfi Grafarvogs þau síðustu sem eru þrifinn í borgarlandinu annað árið í röð. Hvernig stendur á því að Grafarvogur er það hverfi sem oftast virðist mæta afgangi hjá Reykajvíkurborg úr þessu verður að bæta.

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um sumarleyfi íbúaráðs Grafarvogs.

  11. Fram fer umræða um málefni hverfisins.

  12. Lagt fram yfirlit mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. febrúar 2020 yfir umsóknir í hverfissjóð í Grafarvogi 2019. Þessi liður fundarins er lokaður.

  13. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður. 

    Samþykkt að veita verkefninu Áfram lestur styrk að upphæð kr. 153.758,-.

    Afgreiðslu annarra umsókna frestað. 

    Sævar Reykjalín víkur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 18:53

PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_0605.pdf