No translated content text
Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2020, fimmtudaginn, 20. febrúar 2020, var haldinn 5. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var opinn, haldinn í Rimaskóla og hófst kl. 17:08. Fundinn sátu Ásmundur Jóhannsson, Berglind Eyjólfsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Árni Guðmundsson og Sævar Reykjalín. Fundinn sat einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð. Aðrir gestir voru fjórir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á Hverfið mitt og samþykktum tillögum í hverfinu.
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs þakkar fyrir kynningu á verkefninu Hverfi mitt en harmar það að enginn tillaga sem tengist Bryggjuhverfis hafi hlotið brautargengi.
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer umræða um akstursleiðir inn og út úr Bryggjuhverfinu.
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs skorar á umhverfis og skipulagssvið að lausn verður fundinn á tíðum umferðarteppum við Sorpu Sævarhöfða, helst með auka akrein austan við núverandi veg til bráðabirgða. Aðal áhættan við núverandi fyrirkomulag er skert aðgengi neyðarbílar inn eða út úr bryggjuhverfi og truflun við íbúa.
-
Fram fer umræða um tilnefningar í bakhóp íbúaráðs Grafarvogs.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fyrirhugaðan íbúafund sem íbúaráð Grafarvogs hyggst standa fyrir vegna samgöngubóta í kjölfar breyttrar skólaskipunar í norðanverðum Grafarvogi.
Íbúaráð Grafarvogs stefnir að því að standa fyrir opnum íbúafundi um samgöngubætur í kjölfar breyttrar skólaskipunar í norðanverðum Grafarvogi þann 11. mars næstkomandi í Engjaskóla.Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 5. febrúar við fyrirspurn um úthlutanir úr hverfissjóð sbr. 7. lið fundargerðar íbúaráðs Grafarvogs 20. nóvember 2019.
-
Lagt fram bréf stýrihóps um mögulega endurskoðun reglna um Frístundakorts dags. 19. febrúar 2020.
Formanni falið að kanna málið nánar í samráði við ráðið og skila eftir atvikum umsögn í síðasta lagi 4. mars.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins
-
Fram fer umræða um orðræðu kjörinna fulltrúa.
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Grafarvogs harmar þá neikvæðu orðræðu sem tveir borgarfulltrúar hafa nýlega viðhaft opinberlega um nokkur hverfi í austanverðri borginni. Ráðið vill minna alla borgarfulltrúa á að þeir eru kjörnir til starfa fyrir alla íbúa og fyrir öll hverfi Reykjavíkurborgar. Ráðið óskar eftir að þessi ályktun verði lesin upp á næsta borgarstjórnarfundi.
Vísað til skrifstofu borgarstjórnar.
- 18.35 Valgerður Sigurðardóttir víkur af fundi.
-
Lögð fram til afgreiðslu umsókn í hverfissjóð. Þessi liður fundarins er lokaður.
Umsókn hafnað.Fylgigögn
-
Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Grafarvogs spyr hversu lengi endurvinnslustöð Sorpu í Sævarhöfða er með rekstrarleyfi til framtíðar og hvenær áætlaður flutningi hennar er. Einnig vill ráðið spyrjast fyrir um hvert endurvinnslustöðin mun flytja.
Vísað til umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundi slitið klukkan 18:49
PDF útgáfa fundargerðar
ibuarad_grafarvogs_2002.pdf