Íbúaráð Grafarvogs - Fundur nr. 54

Íbúaráð Grafarvogs

Ár 2024, mánudagurinn, 2. desember, var haldinn 55. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Félagsmiðstöðinni Borgum og hófst kl. 16.14. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Ingimar Þór Friðriksson, Erla Bára Ragnarsdóttir, Kjartan Magnússon, Tómas Örn Guðlaugsson og Árni Guðmundsson. Fundinn sátu einnig Ragnar Harðarson og Guðný Bára Jónsdóttir sem ritaði fundargerð,

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. nóvember 2024, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum 19. nóvember 2024 samþykkt að Helgi Áss Grétarsson taki sæti varamanns í íbúaráði Grafarvogs í stað Þorkels Sigurlaugssonar. MSS22060058

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs, dags. 15. nóvember 2024 um verklýsingu breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 og umhverfismat Keldna. USK24080321

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Grafarvogs að skrifa drög að umsögn ráðsins.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Elliðaárvogs fyrir Geirsnef. USK24100368
    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Grafarvogs að skila inn umsögn ráðsins í samvinnu við ráðið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram skýrsla starfshóps íbúaráðs Grafarvogs, ódags - úttekt á umferðaröryggismálum í hverfinu. MSS23100025
    Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs,

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs lýsir yfir þakklæti til starfshópsins fyrir vandaða vinnu við gerð skýrslunnar. Skýrslan inniheldur fjölda mikilvægra og gagnlegra ábendinga og leggur Íbúaráð til að hún verði kynnt Umhverfis- og skipulagsráði með það að markmiði að tillögum starfshópsins verði hrint í framkvæmd. Sérstaklega er lagt til að þær ábendingar sem starfshópurinn mælir með að settar séu í forgang njóti sérstakrar athygli. Íbúaráð Grafarvogs óskar jafnframt eftir því að fá viðbrögð við þeim ábendingum sem fram koma í skýrslunni. Óskað er eftir að ábendingarnar verði flokkaðar með eftirfarandi hætti: a) Hvort þær séu þegar í ferli. b) Líklegar til að verða framkvæmdar. c) Þær settar til hliðar sem mögulegar umbætur síðar. d) Þeim hafnað – og þá rökstutt af hverju þeim sé hafnað. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um frístunda- og félagsmiðstöðvar í borgarhlutanum. MSS22100035

    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráð Grafarvogs lýsir yfir mikilli ánægju með gott og öflugt starf frístundar og félagsstarfsemi í hverfinu. Ljóst er að framþróun einkennir starfsemina og að leiðarljós hennar er að mæta þörfum allra barna og unglinga og stuðla að jákvæðum þroska þeirra. Fyrir það ber að þakka. Rétt er að taka fram að rekstur frístundaheimila í hverfinu er víða krefjandi vegna mönnunarvanda og mikillar starfsmannaveltu. Þá glíma sum frístundaheimili við áskoranir vegna óviðunandi aðstöðu. Brýnt er að áhersla verði lögð á að leysa þessi vandamál.

    Inga Lára Björnsdóttir og Þóra Melsted taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  7. Fram fer umræða um starfsemi grunnskóla og í borgarhlutanum. MSS22100035
    Frestað.

  8. Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs, dags. 11. nóvember 2024 um drög að ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar. US190115
    Samþykkt.

    Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi bókun:

    Miklu máli skiptir hvernig staðið er að gatnalýsingu í Reykjavík. Við breytingar og þróun á þeim málaflokki er mikilvægt að tryggt sé að ekki verði dregið úr almennum styrk lýsingar á götum, gangstéttum, göngustígum og gatnamótum í borginni. Góð lýsing er öryggismál og það getur haft slæmar afleiðingar ef dregið er úr henni. Jafnframt skal minnt á að viðhald er veigamikill hluti af gatnalýsingu en lítið er fjallað í þann þátt í fyrirliggjandi ljósvistarstefnu. Það hefur færst í aukana að undanförnu að ljósastaurar séu óvirkir í borginni og er því brýnt að bæta viðhald þeirra. 

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um strætóskýli við Strandveg og Rimaflöt. MSS24120014
    Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi bókun
    Íbúaráð Grafarvogs gerir alvarlegar athugasemdir við nýjar framkvæmdir við strætóskýli við eystri akrein Strandvegar við gatnamótin við Rimaflöt. Láðst hefur að gera útskot við skýlið svo stöðvun vagna við skýlið mun enn auka á umferðarteppur sem myndast þarna. Nú þegar eru miklar tafir  á umræddum vegi, sérstaklega á annatímum og í ljósi þess að íbúum og starfsemi í Gufunesi hefur vaxið verulega. Ráðið óskar eftir að þetta verði lagfært sem allra fyrst, útskot fyrir vagna gert við skýlið og hæð gangstéttarbrúnar lækkað. 

Fundi slitið kl. 18.24

Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson

Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson

Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 2. desember 2024